Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 106
tló
V. Aðalfundargerðir.
1. Aðalfundmr Austurdeildar Búnaðarsambands
Húnavatnssýslu.
Ár 1933, laugardaginn 4. febrúar, var aðalfundur
Austurdeildar Búnaðarsambands Húnavatnssýslu sett-
ur og haldinn í húsinu »Tilraun« á Blönduósi.
1. Formaður sambandsins setti fundinn og tilnefndi
sem fundarstjóra Jón S. Pálmason á Þingeyrum og
nefndi hann sem skrifara Jónatan J. Líndal og Bjarna
Ó. Frímannsson- Var þetta samþykt af fundinum.
2. Þá samþykti fundurinn að þessir fulltrúar ættu
sæti á fundinum:
a. Frá Búnaðarfélagi Vindhælishrepps: Björn Guð-
mundsson, örlygsstöðum, Magnús Björnsson, Syðra-
hóli, Sigurjón Jóhannsson, Eyjarkoti.
b. Frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps: Haf-
steinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum, Tryggvi Jónas-
son, Finnstungu, Pétur Pétursson, Auðólfsstöðum.
c. Frá Búnaðarfélagi Engihlíðarhrepps: Jónatan J.
Líndal, Holtastöðum og Bjarni ó. Frímannsson, Efri-
mýrum.
d. Frá Búnaðarfélagi Svínavatnshrepps: Björn Páls-
son, Ytri-Löngumýri.
e- Frá Búnaðarfélagi Torfalækjarhrepps: Jón Pálma-
son, Akri, Sigurgeir Björnsson, Orrastöðum.
f. Frá Búnaðarfélagi Blönduóshrepps: Þorsteinn
Bjarnason og Kristinn Magnússon.
g. Frá Búnaðarfélagi Sveinsstaðahrepps: Jón. Kr.
Jónsson og Jón S. Pálmason.
h. Frá Búnaðarfélagi Áshrepps: Ágúst Jónsson,
Hofi, Runólfur Björnsson, Kornsá.
Auk þess var mættur á fundinum Pétur Þ. Einars-
son, Fremstagili, að tilhlutun stjórnarinnar.