Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 118
122
VII. Aukin framleiðsla. Til að athuga það mál var
kosin fimm manna nefnd og í hana valdir: óskar
Teitsson, Sigurður Pálmason, Jónas Jónasson, Ingþór
Björnsson, Guðjón Jónsson. Jafnframt kosin þriggja
manna nefnd til að gera tillögur um kaupgjaldsmál o.
fl. I hana valdir: Gísli Eiríksson, Guðmundur Guð-
mundsson og ólafur Björnsson.
Tóku þá nefndir til starfa og var fundi frestað til
næsta dags.
Fimtudaginn 23. febr- var fundi framhaldið. Var
þá tekið fyrir málið I á dagskrá, sem frestað hafði
verið að taka ákvörðun um daginn áður.
a. -liður tillögunnar var samþyktur samhljóða.
b. -liður sömuleiðis.
Við c.-lið tillögunnar kom fram eftirfarandi breyt-
ingartillaga:
»Fundurinn telur æskilegt, að sala á landbúnaðar-
vörum út úr landinu sé á einni hendi, líkt og fisksalan
er nú, og leggur til, að S. í. S. sé falið að sjá um söl-
una«. — Breytingartillaga þessi var feld með 4 gegn
3 atkv.
C-liður af tillögu stjórnarinnar borinn upp í tvennu
lagi, fyrri hluti aftur að: »og hún falin tveim mönn-
um« o. s. frv. Þessi hluti tillögunnar samþyktur sam-
hljóða. Við síðari hlutann kom fram eftirfarandi
breytingartillaga: »og falin þrem mönnum, er jafn-
framt nytu styrks úr ríkissjóði til markaðsleita. Legg-
ur fundurinn til, að menn þessir verði skipaðir þann-
ig, að tveir séu frá S. í. S., en einn frá Verslunarráði
fslands«. Breytingartillaga þessi feld með 4 gegn 3
atkvæðum. Tillaga stjórnarnefndarinnar samþykt með
4 gegn 3 atkvæðum.
Þá var tekið til afgreiðslu málið II. Báðir liðir til-
lögunnar samþyktir samhljóða-