Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 120
124
VIII. Þá lagði kaupgj.nefnd fram eftirfarandi till.:
»Fundinum er ljóst, að landbúnaðurinn ber sig nú
þannig, að allur þorri bænda hefir ekki gjaldþol til
kaupgreiðslu, en þar sem augljóst er, að slíkar greiðsl-
ur hljóta ætíð einhverjar að vera, lítur fundurinn svo
á, að hið hæsta kaupgjald, sem til greina geti komið,
yfirstandandi ár á svæðinu, væri sem hér segir:
Árskaup karla í pen. kr. 200.00 eða 35 kindafóður.
Vikukaup karla um slátt kr. 20.00 eða 3kinda-
fóður.
Árskaup kvenna í peningum kr. 143.00, eða 24 kinda-
fóður.
Vikukaup kvenna um slátt kr. 14.00 eða 2*4 kinda-
fóður. Samþykt samhljóða-
IX. Þá var lögð fram eftirfarandi tillaga:
»Fundurinn samþykkir að leggja út væntanlegan
kostnað, alt að kr. 20000, til ferða þeirra tveggja
manna, er fara eiga á landsfund bænda um mánaða-
mótin mars—apríl næstkomandi«. Tillagan samþykt.
Þá fór fram kosning á einum manni í stjórn, í stað
Gísla Eiríkssonar, sem gekk úr eftir hlutkesti. Var
hann endurkosinn sem formaður í einu hljóði. Enn-
fremur kosinn varamaður í stjórnina, í stað Guðmund-
ar Guðmundssonar, sem einnig gekk úr eftir hlutkesti.
Var hann sömuleiðis endurkosinn í einu hljóði.
Kosinn annar endurskoðandi í stað Kjartans Guð-
mundssonar, sem gekk úr eftir hlutkesti. Var hann
endurkosinn.
Kostnaður við fundarhaldið ákveðinn og útreiknað-
ur, ásamt stjórnarkostnaði fyrir árin 1931—1933,
samtals kr. 200.00.
Fleira eigi fyrir tekið- Fundargerðin upplesin og
samþykt.
Gísli Eiríksson. Halldór Jóhannsson.