Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 139
143
í Eyjafirði og væri æskilegt, að sem flest af sambönd-
unum gætu tekið þessa starfsemi upp, og þannig sam-
einað félagsmálastarfsemi bændanna í héruðunum
undir leiðsögn og eftirlit valins manns, en því miður
mun, eins og sakir standa, skortur á hæfum mönnum
til að gegna slíkum störfum.
önnur starfsemi sambandsins á árinu hefur verið:
Útvegun útsæðis og fræs. Sambandið útvegaði milli
20 og 30 tunnur af útsæðiskartöflum handa búnaðar-
félögum og styrkti þau kaup með y3 verðs. Rófnafræi
hefur það útbýtt gefins.
Sauðfjárrækt. Sambandið veitti styrk til kynbóta-
búsins á Þórustöðum og styrkti, með V2 verði, kaup
á lambhrút af skotsku kyni handa Framfarafélagi
Öngulsstaðahrepps, og verða gerðar þar tilraunir með
einblendingsrækt eftir tillögum sambandsstjórnar-
innar.
Búreikningar. Sambandið byrjaði á þessu ári að út-
býta búreikningaformum eftir Guðmund Jónsson,
kennara, og reyndi að örfa bændur til að færa reikn-
ingana, með því að heita lítilsháttar viðurkenningu
fyrir fullfærða búreikninga. Reynslan hefur þó leitt í
Ijós, að þessi aðferð er ekki einhlít og hefur því sam-
bandið falið ráðunaut sínum, að hafa stöðugt eftirlit
með þeim, er færa búreikninga á vegum sambandsins
árið 1934, og leiðbeina þeim eftir þörfum.
Fyrirlestrar. Nokkurir fyrirlestrar um landbúnað
hafa verið fluttir að tilhlutun sambandsins á árinu.
Síðastliðinn vetur flutti Ragnar Ásgeirsson, ráðunaut-
ur, að tilhlutun sambandsstjórnarinnar, nokkura fyrir-
lestra um garðyrkju, í þremur búnaðarfélögum á sam-
bandssvæðinu og ennfremur hefur bæði formaður og
ráðunautur sambandsins flutt allmarga fyrirlestra á
árinu á vegum sambandsins.