Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 142
146
a. Formaður las upp frumvarp til laga um stjórn
búnaðarmála og gerði grein fyrir innihaldi þess.
b. Þá talaði formaður um breytingar þær, sem gerð-
ar voru á lögum um styrk til áburðarkaupa á síðasta
Alþingi og frestun á framkvæmd laga um Verkfæra-
kaupasjóð.
c. Um bændafræðslu Búnaðarfélags íslands.
d. Um breyting á lánum Vélasjóðs íslands til drátt-
arvélakaupa, sem búnaðarfélögin þegar hafa fengið.
öllum þessum málum var vísað til nefndar, sem
skipuð var þessum þrem mönnum: Jóhannesi Laxdal,
Skafta Guðmundssyni og Jóni Jónatanssyni.
Þegar hér var komið fundinum mætti Kristján E.
Kristjánsson, fyrir Búnaðarfélag Árskógshrepps.
Þá var fundi frestað til kl. 4, en nefndirnar tóku til
starfa.
Klukkan 41/2 var fundur aftur settur.
6. Framsögumaður fjárhagsnefndar, Jón Gíslason,
skýrði frá störfum nefndarinnar. Lagði hún til að
tekjuliður 3 yrði kr. 500.00 og bar fram eftirfarandi
tillögu:
»Fundurinn samþykkir, að mælingargjald hvers
meðlims búnaðarfélaga á sambandssvæðinu verði á
þessu ári kr. 1.00, í staðinn fyrir kr. 2.00, sem verið
hefur«.
Tillaga fjárhagsnefndar samþykt með 6 atkvæðum
gegn 3, eftir nokkurar umræður. Síðan var gengið til
atkvæði um hvern einstakan lið fjárhagsáætlunarinn-
ar og hún að lokum borin upp í heild, með áorðinni
breytingu, og samþykt í einu hljóði.