Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 150
154
sé krafa til, að skýrslur séu haldnar og sendar til út-
reiknings, fyrir allar þær kýr, er gerðar eru fiturann-
sóknir úr.
Þær 54 kýr, er í fyrravetur komu engar skýrslur
um til mín, vissi eg til, að um nyt og fóður mikils
meiri hluta þeirra, voru engar skýrslur til, aftur voru
til skýrslur um nokkrar þeirra, þó eg fengi þær eigi
til útreiknings. Á eítirlitsferð minni, nú í haust og
vetur, komst eg að, að eigi hafa verið haldnar skýrslur
yfir nyt og fóður allra þeirra kúa, er gerðar hafa ver-
ið fiturannsóknir úr á árinu, eða svo ófullkomin færsla
á skýrslunum, að eigi verði hægt að vinna úr þeim. Til
er líka, að færsla á mjólk hefur fallið niður yfir sum-
armánuðina og svo eigi verið byrjað á færslu fóðurs
eða annars aftur. Eg vona þó fastlega, að það verði
færri kýr í ár, er eg fæ engar skýrslur um en í fyrra,
en hvort sú von mín rætist, fæst ekki skorið úr, fyr
en eftir tvo næstkomandi mánuði.
Af þeim 1172 kúm, er reiknaðar voru út skýrslur
um í fyrra, voru 740 fullmjólkandi. Fullmjólkandi telst
kýr, sem í byrjun skýrsluársins er búin að bera öðr-
um kálfi, er allt árið á skýrslu og hlekkist ekki neitt
verulega á.
432 af útreiknuðu kúnum voru ófullmjólka. ófull-
mjólka kýrnar eru aftur kýr, sem seldar eru eða keypt-
ar á árinu, kýr, sem eitthvað hlekkist á um burð eða
á árinu, kvigur, sem bera fyrsta kálfi og kvígur, sem
bera öðrum kálfi en mjólka nokkurn hluta af árinu
eftir fyrsta kálf.
Undanfarin ár hefir verið gerður útdráttur úr
skýrslum fullmjólka kúnna og þeim kúm, er teknar
hafa verið úr, skift í þrjá flokka.
Samskonar útdrátt og áður hefur verið gerður, gerði
eg í fyrravetur. Helst hefði eg fyrir mitt leyti kosið