Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 152
156
af ófullmjólkandi kúnum, sem mjólkuðu það mikið og
gáfu svo margar fitueiningar, að þær hefðu getað ver-
ið í flokkum með fullmjólka kúnum á töflu II., en eru
eigi taldar þar með.
Af slíkum kúm voru í Arnarneshreppi ein II. fl.
og tvær III. fl. kýr, í Hrafnagilshreppi ein II. fl. og
tvær III. fl. kýr og í öngulstaðahreppi ein I. fl., tvær
II. fl. og níu III. fl. kýr.
Tafla II. hér að framan þarf mjög litla skýringu,
hún skýrir sig nokkurnveginn sjálf. Við athugun henn-
ar sést, að af 740 fullmjólka kúm nautgriparæktar-
sambandsins eru 37% í þessum þrem flokkum og eru
aðeins tveir hreppar ofan við þetta meðaltal. Einn
hreppurinn hefur fast að helming af sínum fullmjólk-
andi kúm í þessum flokkum en annar hreppur ekki
fjórðapartinn.
Þá er eitt enn, að Öngulstaðahreppur hefur rúm
13% af sínum fullmjólka kúm í þeim flokknum, er
mjólka yfir 3500 kg. um árið, en hinir hrepparnir
hafa ekki nema frá 2.8 til tæp 7% af sínum fullmjólka
kúm í þessum flokki, þ. e. I. flokki.
S. N. E. var stofnað 1929 og þess vegna enn ekki
að vænta mikilla umbóta, því þær geta eigi, er um bú-
fjárrækt er að ræða, gengið með risaskrefum.
Eg vil nú samt tileinka kynbótastarfsemi þann mis-
mun, sem er á gæðum kúnna hér á sambandssvæðinu
og greinilega kemur fram í töflu II.
i úthluta öngulsstaðahrepps, var stofnað nautgripa-
ræktarfélag 1917 og hefir það starfað síðan. 1929
gekk svo fremri hluti hreppsins inn í félagið. Nú er
það öngulsstaðahreppur, er hefur því nær helming
af sínum fullmjólkandi kúm í þeim þrem flokkum,
sem eru á töflu II., og flestar þessar kýr eru einmitt
í úthluta hreppsins, þeim hlutanum, sem hefur haft