Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 154
158
hrepps, sem hafa fullmjólkandi kýr, er gefa lOOÖOfitu-
einingar sem meðalt. yfir árið og síðast %af fullmjólk-
andi kúm hvers hrepps. Heimili þau, sem hér er um að
ræða, hafa frá 1—16 fullmjólkandi kýr.
Alls voru heimilin 204 á sambandssvæðinu, er voru
útreiknaðar skýrslur fyrir, sem höfðu eina eða fleiri
fullmjólkandi kýr, nokkur heimili höfðu enga. Á töflu
III sést, að rétt um þriðjungur heimilanna með full-
mjólkandi kýr hafa kýr, er gefa 10000 fitueiningar
sem meðaltal, en á þessum 67 heimilum er aðeins rúm-
ur þriðjungur af fullmjólkandi kúm sambandsins.
í þesari töflu kemur til greina meira en nythæðin
ein. Hér kemur fram verðgildi kúnna, gæði þeirra og
verðgildi og gæði mjólkurinnar. Á töflu III sést, að
Öngulsstaðahreppur er hæstur, eins og áður, hefir
flest af bestu kúnum.
Eitt, sem ekki sést á töflu III., og eg vil taka fram,
er það, að hvert eitt einasta heimili í úthluta Önguls-
staðahrepps, sem hefur verið með í nautgriparæktar-
félaginu frá stofnun þess, hefur nú kýr, er gefa sem
meðaltal yfir 10000 fitueiningar um árið.
Úr fremri hluta hreppsins eru það aftur aðeins 4
heimili, er nú hafa kýr, er gefa sem meðaltal yfir
10000 fitueiningar um árið, og eru því talin með i
töflu III., en á einu þeirra býr bóndi, sem flutti úr út-
hluta hreppsins, fram í fremri hluta hans, vorið 1929
eða 1930, en var og hefur verið frá upphafi í naut-
griparæktarfélaginu. Hans kýr hafa þó hér að fram-
an verið taldar með kúm fremri hluta hreppsins.
Nú getur hver og einn á sambandssvæðinu gert sam-
anburð við þessi heimili og séð, hve miklu munar hjá
honum og þessu lágmarki, er hér er sett að framan á
töflunum.