Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 155
159
Þess skal getið, að hæsta meðaltal heimilis eru
14458.3 fitueiningar og sama heimili hefur þá kúna,
er gaf flestar fitueiningar á árinu og um leið mest
smjör, eða 17751 fitueiningu eða 198.6 kg. reiknað
smjör.
Mótsett þessu, er nú hefir verið skýrt frá, eru á
sambandssvæðinu 36 heimili, er hafa frá 1 til 9 full-
mjólkandi kýr hvert, en alls 115 fullmjólkandi kýr og
verður það 15.5%, eða næstum því einn sjötti hluti af
fullmjólkandi kúm nautgriparæktarsambandsins, er
gefa sem meðaltal undir 8000 fitueiningar um árið.
Það er auðreiknað dæmi fyrir hvern og einn, og því
læt eg menn um það í þetta sinn, að sjá, hve mikið
fjárhagsleg afkoma þessara heimila, er hér um ræðir,
yrði betri, ef meðaltal þeirra hækkaði um 1000—2000
fitueiningar, séu hverjar 1000 fitueiningar reiknaðar
á 45 krónur.
Um fóðureyðslu á þessum heimilum er það að segja,
að hún er á nokkuð mörgum af þeim svipuð og og þar,
sem kýrnar gefa yfir 10000 fitueiningar sem meðaltal.
Tafla IV. sýnir hvernig kýr á þessum heimilum
skiftast eftir fitueiningafjölda í þúsundum.
Á töflu IV. hafa komið flestar nytlægstu kýrnar. Þó
eru til eins nytlágar kýr á þeim heimilum, er hafa
fullmjólkandi kýr er gefa 10000 fitueiningar sem með-
altal og sýnir tafla V. þær þeirra, er mjólkað hafa
undir 2500 kg.
Sumt af þeim kúm, er um ræðir í töflu IV. eru líka
með fitulitla mjólk. Það er til með sumar þeirra, að
þær aldrei hafa verið með yfir 3% fitu, þó gerðar
hafi verið fiturannsóknir úr þeim 5 og 6 sinnum á ári
og eru þær kýr ekki eigandi, nema þær mjólki því
meira.
Eg gat þess hér að framan, að meðaltals fóðurneyzla