Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 161
166
eins sambærilegar með fitueiningafjölda eins og með
kg. smjör, og samanburður á tveim kúm sem reiknaðar
eru út sitt með hvoru móti. Eins og 8. og 9. dálkur
töflunnar sýna, þá þurfa ca. 89 fitueiningar í 1 kg.
smjör, eða það eru ca. 1.1 kg. smjör í hverjum 100
fitueiningum og samanburður því fljótlegur og sézt
þá, að því fitumeiri sem mjólkin er, því færri fitu-
einingar þurfa í 1 kg. smjör, og því fleiri grömm
smjörs fást úr hverjum 100 fitueiningum-
Nú þurfa kýrnar meira fóður til framleiðslu fitu-
miklu mjólkurinnar en þeirrar mögru, en þær borga
líka fóðrið betur, en þær kýrnar, er gefa mögru mjólk-
ina. Því er og verður það mikill kostur að hafa kýr,
er geta tekið á móti miklu fóðri og ummyndað það í
fitumikla og mikla mjólk.
Um fóðrunina, fóðrið, fóðurmagnið og samsetningu
þess mætti margt segja. Sé nú litið á fóðurmagn það,
er hver og ein einstök kýr fær samkvæmt töflu VII,
þá sést, að það er mismunandi mikið, bæði hvað hey-
fóður og fóðurbætir (kraftfóður) snertir.
Annars hefir það fóður, er einstöku kýr hafa fengið,
verið með óheppilegri fóðurbætisgjöf, gert þannig að
samsetningu, að það er í sumum tilfellum alls ekki,
og öðrum tæplega hægt að búast við, að kýrnar geti
greitt þann fóðurbætir í auknum afurðum mjólkur.
Eg á hér við maismjölsgjöf, sem hjá einstöku mönnum
hefur verið of einhæf og mjög mikil, þar sem dæmi
eru til, að kýr hafi fengið fleiri tunnur um árið og
alt að 760 kg.
Þá koma síðast í þessari skýrslu fiturannsóknir árs-
ins. Á þeim sést, að mjólkin er jafnari og betri sumar-
mánuðina, við 3. og 4. fiturannsókn, sem gerðar eru
í júní, júlí og ágúst. Þessa mánuði er engin kýrin, sem
hefir neðan við 3,1% fitu í mjólk,