Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Blaðsíða 163
168
aðgreina nautgripi okkar í fleiri lithrein kyn, er tím-
ar liðu.
Eg hefi ekki getað varist því, á mínum ferðalögum,
að láta mér til hugar koma nokkur útlend kúakyn, er
eg hefi séð hér nokkrar kýr saman komnar í einn
hóp, hvort það hefur heldur verið inni í fjósi eða úti
í haga.
Nú er okkur sagt, að mestur hluti búpenings okkar
hafi upphaflega komið frá Noregi, og kemur mér eigi
til hugar að véfengja það. Nokkuð hefur aftur komið
annarsstaðar frá og þó einkum á landnámsöld frá
Bretlandseyjum. Kýr okkar minna ekki svo mikið á
norsk kúakyn, heldur líka á svissnesk, frönsk, ensk og
skosk og það jafnvel á kyn, sem nú eru þekt holda-
kyn.
Eg hefi nú hér að framan með þeim litla útdrætti,
er eg hefi gert úr skýrslum síðastliðins árs, sýnt fram
á, hvernig öngulstaðahreppur, og þó einkum úthluti
hreppsins, skarar fram úr með það, að hafa flest af
bestu kúnum, sem eru á nautgriparæktarsambands-
svæðinu-
Eg tel, að þetta sé að þakka nautgriparæktarstarf-
seminni. Nú hefi eg ekki getað fengið að sjá skýrslur,
frá fyrstu starfsárum félagsins. Það eina sem eg veit
um nythæð kúnna þessi fyrstu ár, er að finna í skýrslu
Búnaðarfélags íslands nr. 11; en það álít eg óhrekj-
anlegt, að framhluti öngulstaðahrepps og hin félögin í
nautgriparæktarsambandinu, eiga hlutfallslega mikið
færra af góðum kúm, en úthluti hreppsins, en þau ættu
að geta átt þær alveg eins margar, skilyrði þeirra til
þess eru sennilega á engan hátt lakari. Nokkra menn,
bæði hér og annarsstaðar, hefi eg heyrt halda fram,
sem þó er mótsögn mót allri reynslu, að nautgripa-