Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Qupperneq 164
169
ræktarfélögin muni ekkert gagn gera, og að lög um
kynbætur nautgripa séu þvingunarlög.
Hér í skýrslu þessari þykist eg hafa sýnt fram á,
að óhætt sé að vænta árangurs af starfsemi naut-
griparæktarfélaganna og hefði eg getað tekið mjög
mörg dæmi, bæði hérlend og útlend, um góðan árangur
slíkrar starfsemi, en hefi ekki séð ástæðu til þess.
Hvað viðvíkur lögum um kynbætur nautgripa og
réttmæti þeirra, þá vil eg segja, að vel væri hægt að
réttlæta þau, þó þau væru enn ákvæðisríkari en þau
eru.
Fjárhagslega séð getur ekki verið sama fyrir kýr-
eigendur, hvort meðalkýr þeirra mjólkar 2000 kg. eða
minna um árið, eða hvort þær mjólka 3000 kg. eða þar
yfir. Það er ekki sama, hvort við fáum 7—8000 fitu-
einingar eftir kúna árlega, eða hún gefur 11—12000
fitueiningar.
Slíkur mismunur varðar ekki aðeins einstaklinginn
sjálfann, heldur líka þjóðfélagið sem heild- Nú verður
þessi mismunur ekki minkaður eða upphafinn, nema
með mætti samstiltra krafta, en það hefur skort á,
fram að síðustu árum, að hlutaðeigendur stilltu saman
kröftum til slíkrar umbótastarfsemi, þess vegna var
þess þörf, að eitthvað væri gert hér, er flýtti fyrir
þessu og þessvegna er það réttlætanlegt, að löggjafar-
valdið grípi hér inn. Þess er að vera á verði um alt
það, er til alþjóðarheillar horfir og sjá um, að lagt sé
fram fé og starfskraftar til als þess, er bætta menn-
ingu og fjárhagsafkomu einstaklinga, og um leið þjóð-
arheildarinnar, varðar.
Akureyri 3. janúar 1934.
Bjöm Símonarson.