Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Side 167
172
þau á innlendan markað sem veturgamlar kindur. Eg
hefi fengið þær kindur veturgamlar með 50 pd.
skrokkum best. úr þessu fé eiga bændur að velja það
verðminsta til heimaskurðar og hika ekki við að borða
kjöt, sem þeir gera víðast altof lítið að. En þeir eiga
með samtökum að ná upp framleiðslukostnaðarverði
fyrir það kjöt, sem þeir selja á innlendum markaði,
þar sem hann er að verða aðalmarkaðurinn fyrir kjöt-
ið. En framleiðslukostnaðinn eiga þeir að minka, með-
al annars með því að hafa fyrst og fremst góða gripi
og selja aðeins góða vöru-
Tilraun var gerð með enskt holdafé. Varð afurða-
aukinn minni en búist var við, en varan varð betri,
kropparnir af kynblendingslömbunum betri vara og
ullin af dilkunum langsamlega betri en önnur dilka-
ull, sem þó er eftir að athuga hvaða þýðingu hefir
fyrir innlendan ullariðnað.
Annars voru dilkar á árinu miklu rýrari en venju-
lega, sökum þurkanna og gróðurleysis í afréttinni.
Kynblendingslömbin voru langsamlega vænst um
rúningstíma að vorinu, sem bendir til þess, að þau
muni reynast mikiu betri fyrir sumarmarkaðinn held-
ur en önnur lömb.
Allar athuganir um búnaðinn hljóta að enda við
þann skilning, að í raun og veru eru til staðar mjög
góð skilyrði til þess að rækta landið og auka búnað í
sveitum, því að mörg eru þau dæmin, að ungum hjón-
um hefir lánast að gera kot að góðum jörðum, jafn-
hliða því, sem þeim hefir lánast að ala upp myndar-
legan barnahóp til styrktar þjóðfélaginu. Það sem
verður fyrst að gera til styrktar auknum búnaði, er
að gera þær breytingar á innlendu verðlagi, að ekki
sé alt metið hátt í landinu nema verðmætið sjálft, sem
er framleiðslan. í raun og veru er það hið eina, sem