Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1933, Page 172
í 77
ön annars verða útkomurnar næsta líkar, hver leiðin
sem farin er, við útreikninginn. Búnaðarsambands-
stjórnin hefir sérstaklega athugað útreikning með 3.
aðferðinni. Hefi eg samkvæmt því gert útreikning
hjá nokkrum bændum. Verður framleiðslukostnaðar-
verðið næsta ólíkt hjá einstökum bændum, sem fer
eftir fjárgæðum, meðferð fjársins, mismunandi skil-
yrðum, vinnuaðferð og svo ýmsum heimilisástæðum.
Verður útkoman frá kr. 1.10 til kr. 1.60, sem þessir
menn þurfa að fá fyrir kg. af dilkakjötinu, til að ná
inn framleiðslukostnaði, en það verð er þó ekki full-
nægjandi, svo fullnægt verði æskilega öllum heimilis-
þörfum, svo sem síðar mun skýrt verða. Kostnaðurinn
til jafnaðar er um kr. 1.33. Inn í þessa jafnaðartölu
hafa ekki verið teknir allra minstu bændurnir, en hjá
þeim er framleiðslukostnaðurinn mestur. Skal þá hér
til fært eitt dæmi, sem mun vera nálægt því, sem ger-
ist hjá meðalbónda, þótt fjártalan sé töluvert hærri.
Kostnaðarverð heysins sumarið 1933.
1. Áburður innlendur og útlendur ... kr. 372.00
2. Heyvinnuáhöld ............ ... ... — 30.00
3. Hestar og kerrur um slátt ............ — 100.00
4. Túnávinsla með hestum............. — 210.00
5. Kaup um sláttinn ..................... — 1300.00
6. Fæði, 10 vikur, um sláttinn......... — 294.00
7. Viðhald á girðingum um heyland ... — 40.00
8. Landleiga 6% af verði heylands ... — 150.00
Samtals kr. 2496.00
12