Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 2
66 um dugnaði og alúð, þá mætti ætla, að hans yrði fyrst og fremst minnzt í sambandi við þau viðfangsefni, og vissulega leysti hann þau störf svo af höndum að vert er að minnast. Þó er víst, að merkustu störf Jakobs voru unnin á öðruin vettvangi, í landbúnaði, á sviði ræktunar og menningar- mála. Afskipti Jakobs af búnaðarmálum hófust svo á bar er hann var nær fertugur að aldri. Þá sneri hann að miklu leyti baki við sjó og verzun, en tók að gera nýbýli ofan við Akureyri og nefndi Lund. Á býli þessu var allt gert af mesta myndarskap, bæði ræktunarframkvæmdir og bygg- ingar og brátt hafði hann einnig komið þar upp ágætum bústofni. í nær 30 ár stundaði hann svo þarna búskap, er var tvímælalaust fyrirmynd að snyrtimennsku, glæsibrag og allri reisn og vakti athygli víða um land. Þó var landbúnað- ur Jakobs eiginlega aukastarf, því skipaafgreiðslan og um- boðsverzlunin voru hvort um sig ærin störf, en Jakob var afkastamaður, reis árla úr rekkju og kom því miklu í verk á degi hverjum. Hann kunni einnig þá list flestum betur að velja sér aðstoðarmenn og starfsfólk og var óvenju hjúa- sæll. Óhætt er að fullyrða, að landbúnaðurinn hafi verið Jakob hjartfólgnastur af öllum þeim mörgu viðfangsefnum, er hann fékkst við um ævina. Búfjáreldi og ræktun var í beztu samræmi við skapandi gróandann í sálu hans, og þótt hann eigi hefði hlotið búnaðarlegt uppeldi, var hann bóndi af lífi og sál og rak búskapinn af þeim dugnaði og kunnáttu, að athygli vakti eigi aðeins innan héraðs heldur víða um land, svo sem fyrr segir. Þetta sýnir mætavel, hve gjörhugull Jakob var og hve sýnt honum var um að læra af viðfangs- efnunum. Hann þurfti ekki að ganga í skóla til þess að læra og ná tökum á þeim. Að sjálfsögðu fór svo, eftir að Jakob hóf búskap á Lundi, að hann tók mikinn þátt í félagsmálum landbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.