Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 2
66 um dugnaði og alúð, þá mætti ætla, að hans yrði fyrst og fremst minnzt í sambandi við þau viðfangsefni, og vissulega leysti hann þau störf svo af höndum að vert er að minnast. Þó er víst, að merkustu störf Jakobs voru unnin á öðruin vettvangi, í landbúnaði, á sviði ræktunar og menningar- mála. Afskipti Jakobs af búnaðarmálum hófust svo á bar er hann var nær fertugur að aldri. Þá sneri hann að miklu leyti baki við sjó og verzun, en tók að gera nýbýli ofan við Akureyri og nefndi Lund. Á býli þessu var allt gert af mesta myndarskap, bæði ræktunarframkvæmdir og bygg- ingar og brátt hafði hann einnig komið þar upp ágætum bústofni. í nær 30 ár stundaði hann svo þarna búskap, er var tvímælalaust fyrirmynd að snyrtimennsku, glæsibrag og allri reisn og vakti athygli víða um land. Þó var landbúnað- ur Jakobs eiginlega aukastarf, því skipaafgreiðslan og um- boðsverzlunin voru hvort um sig ærin störf, en Jakob var afkastamaður, reis árla úr rekkju og kom því miklu í verk á degi hverjum. Hann kunni einnig þá list flestum betur að velja sér aðstoðarmenn og starfsfólk og var óvenju hjúa- sæll. Óhætt er að fullyrða, að landbúnaðurinn hafi verið Jakob hjartfólgnastur af öllum þeim mörgu viðfangsefnum, er hann fékkst við um ævina. Búfjáreldi og ræktun var í beztu samræmi við skapandi gróandann í sálu hans, og þótt hann eigi hefði hlotið búnaðarlegt uppeldi, var hann bóndi af lífi og sál og rak búskapinn af þeim dugnaði og kunnáttu, að athygli vakti eigi aðeins innan héraðs heldur víða um land, svo sem fyrr segir. Þetta sýnir mætavel, hve gjörhugull Jakob var og hve sýnt honum var um að læra af viðfangs- efnunum. Hann þurfti ekki að ganga í skóla til þess að læra og ná tökum á þeim. Að sjálfsögðu fór svo, eftir að Jakob hóf búskap á Lundi, að hann tók mikinn þátt í félagsmálum landbúnaðarins.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.