Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 4
68 urlands og sat í henni óslitið til 1952, að hann sagði af sér stjórnarstörfum vegna heilsubrests. Hafði hann þá verið formaður félagsstjórnar í tíu ár. Árið 1931 sat Jakob á Búnaðarþingi sem fulltrúi félags- ins í forföllum þáverandi formanns, Sigurðar E. Hlíðar, dýralæknis. Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri, sat þá á Bún- aðarþingi. Er mér minnisstætt, hve mikið álit Halldór hafði á Jakob og hve vel þeir unnu saman, en Halldór var manna gleggstur á hæfileika- og atorkumenn og kunni vel að meta þá. Jakob var gerður heiðursfélagi Ræktunarfélagsins 1953, og vildi félagið með því sýna honum þakkarvott fyrir langt og gott starf í þágu félagsins, en jafnframt viðurkenna for- göngu hans í landbúnaði almennt séð. Þegar Búnaðarsamband Eyjafjarðar var stofnað 1932, var Jakob Karlsson einn af forgöngumönnum þess og í stjórn þess frá upphafi til 1949, að hann baðst eindregið undan endurkosningu. Þetta ætti að nægja til að sýna, hve mjög Jakob Karlsson kom við sögu búnaðarmála, frá því hann tók að gefa sig að landbúnaði og þar til starfskraftar hans þrutu, og hve ein- dregins trausts hann naut til þeirra starfa, því eigi sóttist Jakob eftir stjórnarstörfum og mannaforráðum, því í eðli sínu var hann mjög hlédrægur og frábitinn slíku. Það hygg ég þó, að honum hafi verið Ijúfara að starfa að félags- og framfaramálum landbúnaðarins, en að flestum öðrum op- inberum málum. Það lætur að líkum, að jafn mikilhæfur maður og Jakob Karlsson komst ekki hjá því að taka þátt í ýmsum störfum fyrir bæjarfélagið. í bæjarstjórn var hann 1923—’29 og aftur 1938—’42, en í bæði skiptin mun hann hafa neytt réttar síns, óðar og hann sá sér fært, til þess að neita endurkosn- ingu. Þrátt fyrir það gegndi hann um langt skeið ýmsum störfum fyrir bæjarfélagið, var t. d. lengi í hafnarnefnd, sáttanefnd, sóknarnefnd og vafalaust fleiri trúnaðarstörf-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.