Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 6
KARL ARNGRÍMSSON:
Fyrsta bændanámskeiðið á íslandi.
Þeir Steindór Steindórsson yfirkennari og Ólafur Jóns-
son ráðunautur, fóru fram á það við mig að ég gerði stutta
grein fyrir tilhögun þeirri, er höfð var á hinu fyrsta bænda-
námskeiði, sem hadið var á íslandi, en það var við Bænda-
skólann á Hólum í Hjaltadal veturinn 1903. Þetta vil ég
reyna, en verð að hafa svolítinn formála fyrir þessu.
Haustið 1902 kom Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum
að Hólaskóla og tók þar við skólastjórn. Vorið áður höfðu
útskrifazt 4 nemendur. — Það virðist því hafa verið lítil
aðsókn að skólanum um þessar mundir, — en þennan fyrsta
vetur Sigurðar vorum við skólapiltar 12 og þann næsta 43.
Ég verð að geta þess, því það var nýtt í skólalífinu, að eftir
þriggja vikna kennslu um haustið fór Sigurður með okk-
ur í ferðalag um nærsveitir Hóla og vorum við í því ferða-
lagi í tvo daga. Sigurður var leiðbeinandi okkar og fræðari
á þessu ferðalagi. Við áttum að koma við á sem flestum
heimilum, fá að skoða búskapinn, kvikfénað allan og fá
upplýsingar um hvað hver búgrein gæfi mikið af sér. Enn
fremur fá upplýsingar um jarðabætur á hverri jörð, heyafla
o. fl. Áttum við svo hver og einn að semja ritgjörð og gefa
skýrslu um ferðalagið. Síðan átti okkar ágæti íslenzkukenn-
ari, prófastur Zóphónias Halldórsson, að yfirfara þessi verk
okkar. Þetta var nú nýjung þá. Við vorum allir gangandi
og þótti þetta fríður flokkur, er sást til ferða okkar um
sveitina. Alls staðar fengum við ljúfmannlegar viðtökur og
var ánægjulegt að koma á heimilin, þó ekki væri þar um