Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 7
71 reglulegar hallir að ræða, en gömlu bæirnir voru svo vina- legir með sínum burstum fram á hlaðið, og einn þeirra, sem er í alfaraleið, stendur enn þann dag í dag og minnir hann mig ætíð á þetta ferða- lag er ég lít hann augum, og enn þá sómir hann sér vel. Á ég hér við bæinn á Hofstöð- um í Viðvíkursveit. Nú er annar háttur á ferðum skóla- nema, en út í það skal ekki farið. Þegar við vorum komnir heim og seztir að námi, sagði Sigurður skólastjóri okkur, að sig langaði til að koma á ein- um þremur námsskeiðum. Á tveimur þeirra skyldi kenna fólki að mjólka kýr á réttan hátt, en eitt átti að vera bændafundur. Skólastjóri vonaðist eftir, að við þyrftum ekki að tapa neinu við þetta, því við ættum að hlusta á þá fyrirlestra, sem þar yrðu fluttir. Fyrra mjaltanámsskeiðið stóð í 2 vikur, frá 16. til 28. nóvember. Þar var bæði verkleg og bókleg kennsla, og fór sú síðartalda fram í fyrirlestrum. Kennd var mjaltaaðferð sú, sem kölluð var Hagelunds-aðferð og var hún þannig, að mjólkin var kreist úr spenunum en ekki toguð og júgrið strokið með vissum handtökum. Kennarar skólans héldu allir fyrirlestra á þessu náms- skeiði um hirðingu mjólkur, ostagerð og margt fleira. Þetta fyrsta námsskeið sóttu 5 nemendur, — þrir úr Þing- eyjarsýslu og tveir úr Skagafirði. Síðara mjaltanámskeiðið var frá 15.—28. febrúar. Á því voru 15 nemendur og voru þeir úr Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu. Karl Amgrimsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.