Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 10
74
26. Björn Jónasson, Reykjum, Hjaltadal.
27. Ástvaldur Jóhannsson, Reykjum, Hjaltadal.
28. Gísli Þorfinnsson, Hofi, Hjaltadal.
29. Ásgrímur Gíslason, Hofi, Hjaltadal.
30. Gunnlaugur Jónsson bóndi Víðinesi.
31. Sæmundur Sigfússon, Kambi, Hofshreppi.
32. Haraldur Sigurðsson, Hvammi, Hjaltadal.
Meðan bændanámsskeiðið stóð yfir var kennslu hagað
þannig: Skólapiltar höfðu tíma frá kl. 8 að morgni til kl 12.
Eftir matmálstíma hófust tímar með bændanámsskeiðs-
mönnum, og stóðu þeir í fjórar stundir. Þá var kaffitími.
Þá kom leikfimistími, sem allir tóku þátt í og var þar mikil
glaðværð á ferðum. Sigurður skólastjóri kenndi sjálfur leik-
fimina og urðu allir að taka þátt í henni, ungir sem gamlir.
Kennslan fór annars fram í fyrirlestrum, er kennarar skól-
ans fluttu, og setti skólastjóri það upp, að allir hefðu skrif-
föng til að skrifa hjá sér það markverðasta, sem þeir vildu
sérstaklega muna. Þegar kvöldverði var lokið var boðað til
kvöldfundar og hófst hann ævinlega með söng og endaði
með söng. Á þessum kvöldfundum var rætt um allt milli
himins og jarðar. Svo gerði skólastjóri það að skyldu, að
einn bændanámsskeiðsmaður úr hverri sveit héldi fyrirlest-
ur, og átti hann að lýsa búnaðarháttum síns byggðarlags.
Fylgt var föstu formi um þetta, og man ég nú ekki nema
lítið af því. Fyrirlesarinn átti t. d. að skýra frá því, hvað
ærin mjólkaði mikið, hvað sauðir væru þungir, hvað miklu
fóðri væri eytt í búfénaðinn, hvað miklar jarðabætur væru
gerðar og hvar væru stærstu búin og heyskapur mestur.
Mörg þessi erindi voru ágæt og fróðleg og væri bæði gagn
og gaman að hafa nú eitthvað í höndunum af þeim.
Aldrei mun kvöldfundum hafa lokið fyrr en um mið-
nætti, og mátti þá segja, að það væri búið að nota daginn
vel. Þetta þætti mikið áframhald í skóla nú. Með öðrum