Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 11
75
orðum, allan daginn skiptust á fyrirlestraflutningur, leik-
fimi, söngur og umræðufundir.
Erindin, sem flutt voru á þessu námskeiði, voru um gras-
rækt, garðyrkju, skógrækt, áburð, jarðfræði, búfjárfræði,
mjólkurfræði, búreikninga o. fl. misjafnlega mörg í hverri
grein.
Þá var margt rætt á kvöldfundum þessa búnaðarnáms-
skeiðs. Langar umræður man ég að urðu um fóðurbyrgða-
málið, og var talið, að allt til bóta í þeim efnum þyrfti að
koma frá bændunum sjálfum, en ekki með valdboði. Enn
fremur var rætt um hvað gera þyrfti til að bæta afkomuna,
stækka og rækta túnin og græða skóg, en þá voru engin
verkfæri til stórræða, engar sláttuvélar, engar rakstrarvélar,
hvað þá önnur þau stóru jarðyrkjuverkfæri, sem nú eru
notuð. Ekkert var tiltækt nema orfið, hrífan og spaðinn.
Eftir nokkra kvöldfundi, kom sá fundurinn, sem ég tel
að hafi borið mestan árangur á þessu námsskeiði, en hann
fjallaði um stofnun Ræktunarfélags Norðurlands. Þar voru
allir samhentir og lifandi áhugi fyrir því að hefja tilrauna-
starfsemi í jarðrækt og skógrækt fyrir allt Norðurland, og á
einum fundinum var hafin fjársöfnun fyrir þetta nýstofn-
aða félag, með almennum samskotum. Það þættu ekki stór-
ar upphæðir nú, sem þar voru lagðar fram, en margt smátt
gerir eitt stórt. Það var mikið rætt um hvar þessi tilrauna-
starfsemi ætti að vera. Skagfirðingar vildu að hún yrði
hafin á Hólum, en skólastjóri hélt, að réttast væri að hún
yrði við Akureyri, ef þar fengist land til þessa, enda varð
það ofan á, sem líklega hefur verið rétt ráðið. Sigurður hélt
því fram, að þó aðalstöðin yrði á Akureyri þá þyrfti að hafa
smástöðvar út um land. Á þessu bændanámsskeiði var svo
ákveðið að hefja framkvæmdir á næsta vori og var þá rætt
um það, að skólapiltar frá Hóum fengju þar verklega
kennslu og geta þeir, sem koma í Gróðrarstöð Ræktunarfél.
nú eftir 54 ár, séð árangurinn af því byrjunarstarfi.