Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 15
79 fyrir innlendan markað og fullnægja þörfum hans, á því lalsvert fylgi, bæði meðal neytenda og framleiðenda. Þessi skoðun, er í meginatriðum kann að vera rétt, eins og fram- leiðslukostnaði hér er háttað, getur, sé betur að gáð og ef hún er einstrengingslega túlkuð, verið stórhættuleg, og þarf því að athuga þessi mál miklu nánar en gert hefur verið. Útflutningur landbúnaðarafurða og framleiðslan. Útflutningur landbúnaðarafurða er engin nýjung hér á landi og hefur sumt af þeim afurðum þótt ágætar útflutn- ingsvörur, svo sem gærur og ull, er hafa verið meginútflutn- ingsvörur landbúnaðarins að undanförnu. Árið 1955 eru útfluttar landbúnaðarvörur tæpra 50 millj. króna virði, og þar af gærur, skinn, húðir og ull fyrir 42 millj. króna. Þá eru aðeins flutt út 500 tonn af kindakjöti fyrir 4.4 millj. króna, en mjólkurafurðir aðeins fyrir 80 þús. krónur. Árið 1956 er útflutningur frá landbúnaði líklega 73—74 millj. króna, en þar af eru ull, gærur, skinn og húðir fyrir nær 50 millj. Kjötútflutningurinn nemur þá 2.300 tonnum og um 18 millj. króna, en útflutningur mjólkurafurða hverfandi lítill. Vafalaust vex þessi útflutningur eitthvað í ár og veld- ur því bæði aukning búfjár, einkum sauðfjárins, en einnig mjög hagstætt árferði og góð skepnuhöld um land allt, og verður því útflutningurinn í ár vafalaust nokkuð meiri en orðið hefði í meðal-árferði, en það er þessi útflutningur, sem einkum kemur til greina þegar rætt er um offramleiðslu landbúnaðarvara og sem mörgum finnst svo uggvekjandi og þjóðhættulegur. Þó er þessi útflutningur eigi meiri en hann var á tímabilinu 1930—40 og þó miklu minni í hlutfalli við heildarframleiðsluna og sölu á innlendum markaði, og sé þetta athugað má segja, að útflutningur mjólkurafurða sé nú hverfandi lítill, og er þess skammt að minnast, að smjör var flutt inn í stórum stíl á árunum 1944—1949.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.