Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 18
82 í stóram dráttum er þetta þannig, að á sama tíma og fólki í landbúnaði hefur fækkað um nær helming, hefur fólk í öðram atvinnugreinum áttfaldast. Það er erfitt að gera sér fulla grein fyrir, hve mikið afköst landbúnaðarins íslenzka hafa aukizt á þessu tímabili, en þó má drepa á ýmislegt því til glöggvunar. Nautgripum hefur fjölgað um helming, en vegna kynbóta og stórbættrar með- ferðar hafa afurðir af nautgriparæktinni vafalaust þrefald- ast eða méira. Sauðfé hefur fjölgað um þriðjung, en afurða- aukningin er miklu meiri, líklega hafa afurðimar tvöfald- ast eða þrefaldast. Veldur því bæði gerbreyting í fram- leiðsluháttum, bætt meðferð og stóraukin frjósemi. Fleira styður þetta. Þannig hefur heyöflun minnsta kosti fjórfald- ast, garðrækt fimmfaldast og hér við bætist svo ný fram- leiðslugrein, sem er ilræktin, er bindur talsverðan mannafla. Það mun því hóflega talið, að framleiðsla landbúnaðarins hafi þrefaldast á þessu tímabili, en þeim, er að henni starfa, hafi fækkað um helming og afköstin því sexfaldast. Auð- vitað eru það aukin ræktun, bætt vinnuaðstaða og vélvæð- ing landbúnaðarins, er þessu valda. Þá verður að svara þeirri spurningu, hvort þessi þróun muni halda áfram til langframa? Svarið verður hiklaust neitandi. Að sjálfsögðu eru því takmörk sett, hve mikið sá mannafli, er nú starfar við landbúnaðinn, getur framleitt, jafnvel þótt hann hafi tekið aukna ræktun og vélar í þjón- ustu sína. Þó mun framleiðsla landbúnaðarins vaxa enn um hríð, en á næstu tíu áram mun draga verulega úr þeim vexti, svo framarlega sem þeim fjölgar eigi, er að landbún- aði starfa, en til þess virðast litlar líkur. í náinni framtíð mun mega gott teljast ef þeim, er vinna að framleiðslu land- búnaðar, fækkar ekki meira en orðið er, en að sjálfsögðu mun þeim hlutfallslega fækka enn veralega, sem er bein og eðlileg afleiðing af fólksfjölguninni í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.