Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 21
85
nokkur eitt árið, en annað árið eða eftir fáein ár, lítill eða
enginn, er örðugt eða ógerlegt að afla vörunni góðs eða ör-
uggs markaðar, og sá markaður, er unnizt hafði fyrir kinda-
kjöt meðan við fluttum út reglulega nokkurt magn af því,
tapaðist auðvitað er útflutningur þess hætti og hefur ekki
unnizt aftur, enn sem komið er og næst trauðla, nema um
nokkuð árvissan útflutning verði að ræða. Að svo verði er
ekki líklegt, og því á þjóðfélagið aðeins um tvennt að ræða,
að greiða tiltölulega háar útflutningsuppbætur á kúfinn
af þessari framleiðslu og tryggja þannig nokkuð vörumagn
tii næstu ára handa hraðvaxandi fólksfjölgun, eða stuðla að
samdrætti framleiðslunnar, er kúfnum nemur, er mundi
hafa í för með sér skort á henni til innanlandsþarfa áður en
varir.
Niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur.
iÞegar við blasir sú staðreynd, að greiða verður mjög háar
útflutningsuppbætur á einhverja vöru, til þess að ná hlið-
stæðu verði og á innlendum markaði, hlýtur að vakna sú
spurning, hvort eigi sé gerlegt að auka neyzluna innanlands
er útflutningnum nemur? Og því eðlilegri er þessi spurn-
ing, sem útflutningurinn er minni og óverulegri. Nú er
svo ástatt með mjólkurkúfinn, að ráðgerður er útflutningur
á 150 tonnum af 45% feitum osti í ár, en verðlagi erlendis
mun þannig háttað, að til þess að innlnlands-markaðsverð
náist, þarf sennilega að greiða á þennan ost þrjár millj.
króna í útflutningsuppbætur. Á innlendum vettvangi eru
mjólkurvörur niðurgreiddar svo sem kunnugt er, þar á með-
al smjör, líklega um 24 kr. kg, að svo miklu leyti sem það
hefur áhrif á vísitöluna, eða 3V<> kg á mann árlega. Sam-
kvæmt þessu ætti niðurgreitt smjör að nema 550 smálestum,
en smjörframleiðslan mun vera nálægt 750 smálestum. Að-
eíns tvær vörur eru nú skammtaðar hér, smjör og smjörlíki,