Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 22
86
en a£ því er hverjum manni ætluð 10 kg á ári, en niður-
greiðsla á þau er kr. 4.83 á kg, eða 48 kr. röskar á mann
árlega.
Það má vera, að þegar vísitalan var sett fyrir löngu síð-
an, hafi viðbitsneyzla einhvers hluta þjóðarinnar verið með
þessum hætti, en það er líka ómótmælanleg staðreynd, að
langt er síðan breyting varð á þessu, svo sem smjörfram-
leiðslan ber vott um, er seld er innanlands, sem og það, að
smjörlíkismiðar eru notaðir til smjörkaupa, og á tímabili
var niðurgreitt smjörlíki einnig notað nokkuð af farmönn-
um sem gjaldeyrir.
Auðsætt er, að eins og nú er komið, væri það hagkvæmt
fyrir þjóðfélagsheildina, og neytendunum eigi óhagstætt, að
niðurgreiða smjör að fullu, en hætta niðurgreiðslu á smjör-
líki. Sennilega yrði niðurgreiðslan í báðum tilfellum álíka
mikil, en af breytingunni mundi leiða:
1. Skömmtun gæti hætt með öllu og mundi það spara bæði
fé og vafstur.
2. Líklegt er, að þessi ráðstöfun mundi auka notkun smjörs
nokkuð, en hún þarf ekki að aukast nema um ca. 60
smálestir til þess að samsvara í mjólkurþörf þeim ostaút-
flutningi, sem ráðgerður er í ár, og gæti sá útflutningur
þá fallið niður og útflutningsuppbæturnar sparast.
3. Ef þessi ráðstöfun drægi eitthvað úr smjörlíkisnotkun,
mundi það fyrst og fremst spara gjaldeyrir, en smjörlíki
er, svo sem kunnugt er, unnið að verulegu leyti úr er-
lendum hráefnum.
Þá er það vísitalan, þetta friðhelga skrímsli, sem aldrei
má hreyfa við, samtímis því, sem öll viðhorf og lifnaðar-
hættir þjóðfélagsins gerbreytast. Lög og reglur eru settar og
þeim gerbreytt innan fárra ára vegna fenginnar reynslu og
breyttra viðhorfa, en vísitalan, er allir vita að er hringavit-