Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 22

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 22
86 en a£ því er hverjum manni ætluð 10 kg á ári, en niður- greiðsla á þau er kr. 4.83 á kg, eða 48 kr. röskar á mann árlega. Það má vera, að þegar vísitalan var sett fyrir löngu síð- an, hafi viðbitsneyzla einhvers hluta þjóðarinnar verið með þessum hætti, en það er líka ómótmælanleg staðreynd, að langt er síðan breyting varð á þessu, svo sem smjörfram- leiðslan ber vott um, er seld er innanlands, sem og það, að smjörlíkismiðar eru notaðir til smjörkaupa, og á tímabili var niðurgreitt smjörlíki einnig notað nokkuð af farmönn- um sem gjaldeyrir. Auðsætt er, að eins og nú er komið, væri það hagkvæmt fyrir þjóðfélagsheildina, og neytendunum eigi óhagstætt, að niðurgreiða smjör að fullu, en hætta niðurgreiðslu á smjör- líki. Sennilega yrði niðurgreiðslan í báðum tilfellum álíka mikil, en af breytingunni mundi leiða: 1. Skömmtun gæti hætt með öllu og mundi það spara bæði fé og vafstur. 2. Líklegt er, að þessi ráðstöfun mundi auka notkun smjörs nokkuð, en hún þarf ekki að aukast nema um ca. 60 smálestir til þess að samsvara í mjólkurþörf þeim ostaút- flutningi, sem ráðgerður er í ár, og gæti sá útflutningur þá fallið niður og útflutningsuppbæturnar sparast. 3. Ef þessi ráðstöfun drægi eitthvað úr smjörlíkisnotkun, mundi það fyrst og fremst spara gjaldeyrir, en smjörlíki er, svo sem kunnugt er, unnið að verulegu leyti úr er- lendum hráefnum. Þá er það vísitalan, þetta friðhelga skrímsli, sem aldrei má hreyfa við, samtímis því, sem öll viðhorf og lifnaðar- hættir þjóðfélagsins gerbreytast. Lög og reglur eru settar og þeim gerbreytt innan fárra ára vegna fenginnar reynslu og breyttra viðhorfa, en vísitalan, er allir vita að er hringavit-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.