Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 25

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 25
89 500 km siglingu, frá Vancouver, við lítið löndunarþorp, Bella Cola, yfirgaf hann skipið og hélt tafarlaust fótgang- andi inn í fjalllendið. Eftir 65 km göngu kom hann til smáþorpsins Atnarko, sem með sína sex íbúðarkofa stóð á útjaðri fastrar búsetu. Þar frétti hann hjá veiðimanni ein- um, Frank Ratcliff að nafni, að lengra inn á milli skógi- vaxinna fjalla væri snoturt vatn í Atnarko-árdalnum. Hrólf- ur fékk Frank til þess að vísa sér á vatnið, og á fögrum októberdegi var lagt upp í þann leiðangur. F.ftir tveggja daga erfiða ferð um illfærar vegleysur komu þeir upp á fjallsegg og Frank benti í norður, og þá leit Hrólfur hið fyrirheitna land í fyrsta sinn. Þarna lá Vatnið einmana milli brattra, skógi þaktra hæða, er teygðu sig upp eftir hinum mikla fjallgarði. í þessum fagra dal var fuglalíf mikið og sennilega gnægð af fiski í vatninu, og Frank fullvissaði Hrólf um, að þarna væri gnægð alls konar veiðidýra, og er þeir höfðu tjaldað þarna við vatnið og gengið til náða fann Hrólfur þögn og kyrrð óbyggðarinnar ljúkast um sig. Honum fannst hann vera í geysimikilli, tómri dómkirkju og hann varð gagntekinn af friði og hrifningu, er aldrei yfir- gaf hann síðan. Næsta morgun skoðuðu þeir dalinn. Jarðvegurinn var mikill og góður, en landið var allt þakið stórskógi, Cedrus- viði og Doglasfuru, og voru sum trén um 2.5 m í þvermál, en niðri við vatnið uxu birki og víðir og bönduðu gulum haustgreinum við sígrænt lim barrtrjánna. Skammt undan gnæfði tindur fjctllsins Walker í 2100 m hæð yfir dalinn. „Við þurfum ekki að skoða meira,“ sagði Hrólfur. Að geta slegið eign sinni á 160 ekrur (64—65 ha) af þessu auð- uga, fagra landi, var í hans augum eins og að hafa fundið paradís á jörðu. Hver var þessi Hrólfur Eðvarðs? Osköp venjulegur mað- ur, 21 árs að aldri, er hafði ásett sér að ryðja og rækta nýbýli í skógivöxnum óbyggðum Norður-Ameríku. Sautján ára

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.