Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 26
90 gamall hafði hann gerzt vinnumaður á bændabýli í Kali- forniu. Þá hafði hann frétt að hægt væri að fá land ókeypis í Brezku Columbiu og það nægði til að marka stefnu hans. Næstu fjögur árin hafði hann búið sig af kappi undir land- námið, keypt búnaðarbækur og lesið nótt eftir nótt, sparað hvern eyri, er hann gat án verið, til hins væntanlega nýbýlis og þannig undirbúinn hélt hann síðsumars norður með vesturströnd Canada í landaleit. í janúar 1913 fékk hann skjal Canadastjórnar, sem úthlutaði honum 160 ekrum af landi við Vatnið einmana. Þá héldu honum engin bönd lengur. í hörkufrostum og vetrarsnjó hóf hann byrgða- flutning til fyrirheitna landsins og fékk Fank Ratcliff í lið með sér. Hestum varð ekki komið við nema nokkuð af leið- inni vegna snjós og torfæris, svo þeir urðu að bera farangur- inn á bakinu alllanga leið í ófærð, yfir brattar hæðir og þröngar dalskorur, um land, sem þá mátti kalla ófært yfir- ferðar og er illfært enn í dag. Eftir margar ferðir hafði þeim þó tekizt að bera 600 pund inn að vatninu. Þá gerðu þeir sleða, hlóðu farangrinum á hann og drógu hann á sjálf- um sér 10—20 km leið eftir ísilögðu vatninu, þangað, er Hrólfur hafði ákveðið að nema land, en það var við efri enda vatnsins. Þarna var urmull af svönum (svokölluðum lúðursvönum), en þeir dvelja þarna á vetrum. Fyrstu nóttina hvíldu þeir á greinum af balsamviði í 23° C frosti, en næsta dag hófu þeir að gera bjálkakofa og höfðu gert hann fokheldan eftir þrjá daga. Þá kvaddi Frank og hélt aftur til veiðistöðva sinna, en Hrólfur*tók að fella hinn stórvaxna skóg umhverfis kofann, en úr greipum þessa tor- sótta skógar hugðist hann einn og óstuddur draga akra og engjalönd handa væntanlegum búrekstri. Þetta var ekki áhlaupaverk fyrir einn mann lítt búinn tækjum, að ráðast gegn risum skógarins, en hann vann af kappi þrotlaust hvern dag, svo lengi sem hann megnaði. Á kvöldin mat- reiddi hann við opinn eld einfalda máltíð, og smám saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.