Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 27
91
opnaðist ofurlítill gluggi upp í gegnum skógarþykknið, upp
í heiðríkju himinsins.
Meðan veturinn leið að lokum, dvaldi Hrólfur þarna
aleinn og aldrei hafði hann kynnzt þvílíkri einveru. Hvern
dag vann hann þar til hann var kominn að niðurfalli af
þreytu, og á hverju kveldi einbeitti hann huganum að störf-
um morgundagsins, þar til hann féll í fasta svefn og hann
lærði skjótt, að þrotlaust starf og erfiði lét einveruna
gleymast.
Þegar vorið kom og vötn leysti hafði Hrólfur rutt dálítið
aflangt, ferhyrnt svæði við lítinn læk, þar sem hann nefndi
bæjarvík. Með löngum vogastöngum hafði honum tekizt að
fjarlægja nokkrar trjárætur og gera garðholu og sá þar
nokkru af grænmeti, en til varnar grábjörnum og dádýrum
hafði hann gert stauragirðingu um blettinn. Því næst hélt
hann til Bella Cola, þar sem hann vann sumarlangt til þess
að geta aflað sér nýrra byrgða til vetrardvalar við Vatnið
einmana.
Það verður nú að fara fljótt yfir sögu. Næstu árin vinnur
hann aleinn að búgarði sínum á veturna, en leitar sér at-
vinnu annars staðar á sumrin, til þess að afla sér fjár til
byrgðakaupa. Mörg erfið viðfangsefni verður hann að leysa
á þessum árum. í stað timburfleka, er hann fyrst notar til
flutninga á vatninu, gerir hann sér eintrjáningsbát úr mikl-
um cedrusviðarbol, holar hann með eldi, en heggur hann til
að utan. Þetta hefur hann þó adrei séð gert áður, en verkið
tekst furðu vel. í æsku hefur hann verið frábitinn smíðum,
en nauðsynin gerir hann hagan. Hann ræðst í að reisa
stærra, betra og varanlegra hús en fyrsta kofann, sem hann
gerði. Það er mikið verk að fella tré í húsið, hreinsa af þeim
greinar og börk, kljúfa þau, saga og höggva til svo þau þétt-
falli, en erfiðastur er þó flutningurinn á þeim á byggingar-
stað, og til þess að auðvelda hann gerir hann sér fjórhjóla
vagn úr tré, er gengur á teinum, er einnig eru gerðir úr