Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 31
95 Þetta skeði að kvöldi dags. Hrólfur var að taka upp kartöflur. Honum varð litið heirn að íbúðarhúsinu og þá sá hann dökkan reykjarmökk leggja upp af því. Hann fleygði áhaldinu, sem hann var með, og tók til fótanna. Á leiðinni heim sá hann konu sína koma út úr húsinu með dótturina sex mánaða í fanginu, rekandi drengina á undan sér. Neisti úr skorsteininum hafði kveikt í skrælþurrum cedrusviðnum. Á fáum mínútum varð húsið alelda og brann til grunna með öllu er í því var, vetrarforða, húsmunum, fatnaði, bókum, skotvopnum og skotfærum. Börnin máttu heita allsnakin, því þau höfðu verið háttuð, er eldurinn varð laus. Þetta var ægilegt áfall og veturinn á næsta leiti. Þau fóru með börnin í gamla bjálkakofann, er Hrólfur hafði fyrst gert sér. Hann stóð enn þá og var nothæfur, en þröngur var hann, aðeins eitt herbergi 3x4 m að stærð. Úr brunarústun- um grófu þau nokkrar beyglaðar steikarpönnur, en heldur var máltíðin fábrotin og dapurleg, sem þau neyttu þetta kvöld. „Við höfum þó kúna enn, Guði sé lof! “ sagði Hrólf- ur, „en líklega verðum við að slátra kálfinum til matar.“ í birtingu næsta morgun lagði Hrólfur af stað í heimsókn til þeirra veiðimannakofa, er hann þekkti í nágrenninu, og kom heim aftur um kvödið með tvö teppi, nokkuð af göml- um fatnaði, saumþráð, nálar og skæri, svo Ethel gat hafið að gera börnunum bráðabirgðar klæðnað. Hún gerði það á þann einfalda hátt, að hún lagði börnin á efnið, sem hún ætlaði að sníða úr, teygði úr handleggjum og fótum og sneið svo eftir líkama þeirra samfestinga í tusku-bangsa- stíl. Næsta dag hélt svo Hrólfur til byggða til að afla vetrar- forða, án þess að hafa nokkuð til að kaup fyrir. Aldrei síðan gat hann óklökkur minnzt á viðtökurnar, sem hann fékk í Bella Cola. Verzlunarstjórinn lét hann hafa vörur eftir þörfum og lán til langs tíma og vinir hans kepptust við að

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.