Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 35
99
bækur, og bókasafnið í Birkilundi, sem smám saman varð
mörg hundruð bindi, varð vandlega valið safn ágætra fræði-
bóka.
Ekki hélzt þeim hjónunum í Birkilundi á sonunum. Þeg-
ar þeir voru 17 ára kusu þeir að brjóta sínar eigin leiðir, og
Hrólfi datt ekki í hug að telja þá frá því. Stanley gerðist
rafvirki en Johny ljósmyndari. Þrúða var áfram heima, en
þegar hún var 21 árs ákvað hún að hefja landnám og gera
nýbýli eins og faðir hennar hafði gert og valdi sér 65 ha
lands eigi langt frá Birkilundi. Allt var land þetta vaxið
þéttum furu- og cedrusviðarskógi, en hún ákvað að ryðja
helming þess. Hún gerði 10 m brú yfir ána, ruddi veg upp
dalinn frá Birkilundi, reisti sér bjálkakofa, sem hún gat
búið í, er hún vann að skógarhögginu, byggði fjós fyrir 14
kýr með heylofti fyrir 68 smálestir af heyi og gerði mat-
jurtagarð varinn stauragirðingu.
Einu sinni er hún vann á landi sínu, kom elgsdýrstarfur
út úr skógarþykkninu. Hún gat ekki flúið, en hoppaði upp
á stóran trjábol. Boli gerði árás, en Þrúða þreif viðaröxi og
reiddi til höggs. Nautinu skrikaði þá fótur á viðargrein, er
það var rétt komið að trjábolnum og öxin sökk í viðinn
rétt við nefið á því, og gat Þrúða ekki losað hana til þess að
greiða annað högg. Elgurinn beið ekki heldur boðanna en
sneri undan inn í skóginn og Þrúða rak flóttann.
Hrólfur hafði ekki gleymt draum sínum um sjóflugvél,
en lengi gat það ekki orðið annað en draumur. Þetta var
eina leiðin til þess að koma vaxandi framleiðslu býlisins á
markað, en jafnvel notuð vél við þeirra hæfi kostaði 4000
dali, og það var getu þeirra ofvaxið. í mörg ár gat hann
eigi gert annað, en lagt til hliðar árlega örfáa dali, en á
þann hátt voru litlar líkur til, að draumurinn rættist nokk-
urn tíma. Þá var það, að þessi smávaxni frumbyggi tók
djarfa ákvörðun, að smíða sjálfur sjóflugvél að hreyflinum
undanskyldum.
7