Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 36
100
Hann aflaði sér fyrst og fremst góðra bóka um gerð flug-
véla, en komst brátt að því, að stærðfræði hans var ófull-
nægjandi, svo hann varð að byrja á því að lesa stærðfræði.
Hann þreifaði sig áfram frá einni grein stærðfræðinnar til
annarrar. Sumar fannst honum auðveldar, í öðrum sat hann
fastur um hríð, en jafnan lauk því svo, að hann náði tökum
á efninu, og svo gat hann snúið sé að flugvélarsmíðinni.
Hrólfi var það mikill léttir, að iÞrúða hafði jafn mikinn
áhuga á viðfangsefninu og hann og var jafnvel enn þá kapp-
samari. Þegar hann sat og braut stærðfræðireglur til mergj-
ar, las hún yfir öxl hans og þannig lásu þau saman bindi
eftir bindi um flugtækni og flugvélagerð. Þrúða var fljót að
tileinka sér allt, er að flugi og flugtækni laut, en í því vél-
fræðilega og stærðfræðilega stóð hún föður sínum ekki á
sporði. Mörg viðfangsefnin urðu þó Hrólfi erfið viðfangs.
Allt varð að miðast fyrst og fremst við stærð hreyfils og
þyngd. Hrófur hafði ákveðið að nota 85 ha. hreyfil, og út
frá því varð hann að reikna út vélarbolinn, gerð hans og
stærð. Þá varð hann að velja vængjagerð, er hafði gott
burðarmagn og gat lyft vélinni nægilega fljótt yfir fjöllin
umhverfis vatnið. Þegar hér var komið undirbúningi flug-
vélasmíðarinnar gerðust tíðindi, er opnuðu nýja leið að
hinu þráða marki.
Arið 1949 ákvað stjórnardeild sú í Canada, er eftirlit með
villtum dýrum heyrði undir, að gera tilraun með vetrarfóðr-
un lúðursvana, og kom fyrir kombyrgðum, þar sem þeir
helzt héldu til á vetrum, en einn aðal aðsetursstaður þeirra
var við Vatnið einmana. Kornbyrgðirnar voru fluttar með
flugvélum, og einn bjartan dag í ágúst renndi flugmaður-
inn Johnny Hatch vél sinni hlaðinni korni niður á Vatnið
einmana og inn á víkina við Birkilund.
Þegar Hatch kom inn á víkina sá hann smávaxinn, gaml-
an mann með grásprengt skegg. Þessi öldungur óð út í vatn-
ið undir hendur til þess að taka á móti flugvélinni, og flug-