Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 39
103
en er hann hóf rannsóknina á Hrólfi hrópaði hann undr-
andi: „Hvað er þetta! Blóðþrýstingurinn er eins og í 26 ára
manni og loks játaði hann, að heilbrigði og líkamsástand
Hrólfs væri betra en flestra þrítugra. Eftir þetta hefði ekkert
nema blátt bann drottins sjálfs geta hindrað flug Hrólfs.
Hann hóf flugnámið með ákafa ungs manns, og eftir 28
stunda æfingu flaug hann einn. Hrólfur var elzti maður,
er tekið hafði flugpróf í Canada.
Þegar Hrólfur kom heim hóf hann að æfa sig með að-
stoð Þrúðu á sinni eigin flugvél, og er hann hafði æft flug-
tak og lendingu í svo sem eina klukkustund, og með aðeins
17 tíma einkaflug í flugbók sinni, hóf hann að fljúga með
afurðir búsins yfir fjöllin.
Svo skeði það í október, þegar uppskeran var í bezta
gengi að gamall og slitinn hreyfillinn í sjóvélinni bilaði svo
alvarlega, að eigi varð úr bætt. Þetta hefði getað orðið al-
varlegt áfall, en nú kom hin mikla þekking Hrólfs á gerð
flugvéla í góðar þarfir. Hann hafði einu sinni ætlað að
smíða flugvél og komizt yfir 85 hestafla flugvélarhreyfil í
því augnamiði. „Við skiptum um hreyfil," sagði hann við
Þrúðu. „Auðvitað er 85 hestafla hreyfillinn 5 kg þyngri en
sá, sem er í vélinni, og það krefst nokkurra vandasamra
breytinga á vélarskrokknum.“
Varla var unt að segja þetta á yfirlætislausari hátt. Sann-
leikurinn var sá, að fæstir flugmenn mundu leggja í að gera
slíkar breytingar, er kröfðust mikillar sérfræðilegrar þekk-
ingar og góðrar aðstöðu. En þetta var hægt og það nægði
Hrólfi. Nú kom stærðfræðiþekkingin í góðar þarfir. Fyrst
varð að reikna út áhrif 5 kg aukins vélarþunga á þunga-
miðju vélarinnar og burðarmagn. Með aðstoð dóttur sinn-
ar þreifaði Hrólfur sig áfram gegnum völundarhús af leiðsl-
um, vírum merkjaskífum og tækjum. Það tók þau sex vikur
að skipta um hreyfil og gera nauðsynlegar breytingar.
Hvemig mundi svo vélin reynast? Hreyfillinn hafði verið