Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 40
104 geymdur í Birkilundi í átta ár, en Hrólfur hafði hirt hann með ágætum eins og allt annað, sem hann hafði undir hönd- um. Hann hafði smurt hreyfilinn iðulega og hreyft hann vikulega. Við fyrstu tilraun fór hreyfillinn í gang, en hvernig mundi flugtakið ganga? Hrólfur jók hraðann og renndi út af víkinni. Þá setti hann á fulla ferð og nær sam- stundis hóf sjóvélin litla sig á loft og brátt hnitaði hún hringa yfir vatninu. Harðsótt flugvélanám Hrólfs hafði bjargað fjölskyldunni í Birkilundi frá endurtekinni ein- angrun. Svo bar við einn dag sumarið 1955, að Ethel leit út um eldhúsgluggann í Birkilundi og sá hávaxinn, ungan mann koma gangandi heim að húsinu. Hver gat þetta verið? Ungi maðurinn heilsaði kurteislega og gaf þá skýringu á þangað komu sinni, að hann væri í sumarfríi og hefði komið gang- andi yfir fjöllin, því hann hefði heyrt urn Vatnið einmana og langað til að kynnast umhverfinu þar nánar. Hann spurði hvort hann gæti fengið að dvelja hjá þeim í nokkra daga. Hann væri fús til að hjálpa til við daglegu störfin og hefði sinn eigin viðlegubúnað. Þetta var auðsótt. Ungir menn, sem lögðu það á sig að ganga yfir fjöllin til Anarkodalsins voru ekki daglegir gestir. Þannig atvikaðist það, að Jack Turner, sem var vegaverk- fræðingur og eyddi frítíma sínum í hinu óbyggða fjalllendi í Brezku Columbiu, dvaldi nokkra daga í Birkilundi. Hann reyndist mjög aðalaðandi, ungur maður og álit fjölskyldunn- ar í Birkilundi á honum minnkaði ekki er í ljós kom, að hann handlék viðaröxina af fullkominni leikni. Áður en hann hvarf á brott hafði hann hikandi beðið um leyfi til að koma og dvelja þar næsta sumar og var því vel tekið. Hann hét að skrifa, þegar hann hefði aftur hafið starf sitt og hann efndi það, en þegar bréfið kom var það ritað til Þrúðu. Næsta sumar dvaldi hann mun lengur í Birkilundi og gekk þar að störfum, en oftast þegar hann gerði upp við sig

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.