Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 41

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 41
105 hvar hans væri mest þörf í það og það sinnið, var það í samstarfi með Þrúðu, svo flesta daga, meðan hann dvaldi á býlinu, unnu þau saman frá morgni til kvölds á landi Þrúðu, við að höggva stórskóg eða rífa upp trjárætur og búa nýtt land til ræktunar. Veturinn eftir skrifaði Hrólfur kunningja sínum eftirfar- andi frétt: „Jack Turner hefur beðið Þrúðu að giftast sér. Brúð- kaupið verður með vordögunum." Nýlendan við Vatnið einmana er í vexti. Hér lýkur að segja frá ævintýri landnámsins við Vatnið einmana. Það er vafalaust fátítt og ef til vill einstætt, hvað bæði þolgæði og hugkvæmni áhrærir, og auðvitað er það um margt, svo sem tækniviðbrögð, mótað af sinni samtíð. Ég hef rakið það hér af því mér finnst það lærdómsríkt og til eftirbreytni. Einhver kann að segja í samræmi við ríkjandi hugsunar- hátt: „Eintómt strit, sjálfsafneitun og örbyrgð!" Jú mikið rétt! En það er þó líka markmið, bjartsýni og tröllatrú á framtíðina. Engir sigrar, sem máli skipta, verða unnir án áreynslu og er það þá ekki einmitt áreynslan, sem er ein- hvers virði í lífinu? Spurningin er: Hefur nokkuð hliðstætt þessu gerzt hér á landi og gæti nokkuð hliðstætt þessu gerzt hér? í næsta hefti ársritsins verður ef til vill vikið að þessu.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.