Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 46
110 mennu starfshópar ofmeti svo vald sitt, að þeir beiti því til fjárkúgunar fremur en sanngjarnra kjarabóta. Af þessu og ýmsu öðru, sem fram hefur komið síðustu árin í sambandi við kjaradeilur, er augljóst, að bráð þörf er á að endurskoða vinnulöggjöf vora og það mjög rækilega, og að gasprið um hinn helga verkfallsrétt er ekki orðið ann- að en úrelt slagorð, sem tapað hefur sínum vafasama heilag- leik, er það hefur þráfaldlega verið dregið niður í svaðið. Verkföll hafa sjálfsagt verið nauðsynleg eða óhjákvæmi- leg í árdaga verkalýðssamtakanna, til þess að knýja harð- svíraða og skilningssljóa atvinnurekendur til þess að bæta sultarlaun verkafólks síns. Tilgangur verkfallanna var, og þau voru réttlætt með því, að með þeim væri verið að bæta óbærilega afkomu þeirra lakast settu og minnst megandi í þjóðfélaginu og koma á réttlátri skiptingu arðsins af at- vinnufyrirtækjunum milli kapitalsins og vinnunnar. Hvað hið síðara atriði áhrærir er það þó sannast sagna, að lengi framan af virðist enginn áhugi hafa verið fyrir því, að fá þessi skil dregin fræðilega og nú á síðari tímum virðast launþegasamtökin hafa verið andvíg hlutlausri rannsókn á þessu. Ef vér athugum gaumgæfilega ástæðumar, eins og þær eru nú, sjáum vér, að hinar upphaflegu forsendur fyrir verkföllum eru að verulegu leyti brott fallnar. Það er við- urkennt, að afkoma allra þeirra, er geta unnið hér að stað- aldri, sé mjög sómasamleg og jafnvel ágæt og mörg þau launþegasamtök, sem hér hafa krafizt kjarabóta upp á síð- kastið og fengið þær eða hafa stofnað til verkfalla, eru eng- an veginn meðal þeirra, sem lökust hafa kjörin heldur hið gagnstæða. Það kemur líka alltaf betur og betur í ljós, að kjaradeilur nú á tímum eru ekki háðar vegna bágra eða ósæmilegra kjara heldur vegna þess, að þeir, sem til þeirra stofna, telja sig vanlaunaða samanborið við einhverja aðra starfshópa, er þeir með röngu eða réttu bera sig saman við.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.