Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Qupperneq 47
111
Kröfumar eru miklu fremur metingur og metnaðaratriði
heldur en brýn þörf.
Þá er því eigi heldur lengur til að dreifa, að hlutur verk-
þeganna í arði atvinnufyrirtækjanna sé of lítill, því það er
staðreynd, að engin kjaradeila fæst lengur leyst nema þau
atvinnufyrirtæki, er hlut eiga að máli, fái heimild til að
hækka þjónustugjald sitt eða verð á framleiðslu sinni og
velta þannig kauphækkuninni jafnskjótt yfir á almenning,
eða þegar um framleiðslufyrirtæki er að ræða, að ríkið verði
að hlaupa undir bagga og veita framleiðslunni aukinn fjár-
hagsstuðning eða hlunnindi til þess að mæta kjarabótun-
um, er þýðir það, að einnig í þeim tilfellum er þeim tafar-
laust velt yfir á almenning.
Af þessu er augljóst, að verkföll hér eru ekki lengur í eðli
sínu deilur milli atvinnuveitenda og launþega heldur fyrst
og fremst keppni milli mismunandi samtaka af launþegum
um að hrifsa til sín sem mest af þjóðartekjunum. Tilgangur
og takmark kjaradeilanna er því orðið allt annað en upp-
haflega var. Allt skraf um hinn helga verkfallsrétt, sem
eigi megi skerða og ekki megi hrófla við, er því orðið
ótímabært, órökstutt og úrelt glamur. Verkfallsrétturinn í
sinni núverandi mynd, og eins og honum er nú þráfaldlega
beitt, er í hæsta máta óhelgur, getur verið þjóðhættulegur
og jafn skaðlegur launþegum sem atvinnurekendum.
Þeir, sem eru svo gamaldags og steinrunnir, að þeir sjá
þetta ekki eða vilja ekki sjá þetta, ættu að velta dálítið fyrir
sér eftirfarandi atriðum:
1. Það eru enganveginn þeir launþegahópar, sem verst
eru launaðir eða lakasta hafa aðstöðuna, sem helzt hefja
kjaradeilur og verkföll, heldur oft og tíðum starfshópar
með mjög góðum tekjum.
2. Fámennir launþegahópar eða launþegafélög hafa að-
stöðu til að stöðva með verkföllum atvinnulíf þjóðfélagsins
að meira eða minna leyti, svelta heilar borgir og landshluta