Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 48
112
og valda framleiðsluatvinnuvegunum stórtjóni og lítt bæt-
anlegu.
3. Starfsmenn margra atvinnufyrirtækja og starfsgreina
eru skiptir milli margra fagfélaga eða hagsmunasamtaka og
getur hvert um sig með verkfalli stöðvað alla starfsgreinina
og lamað allt það atvinnulíf, er henni er tengt. Þannig er
hægt árið út og árið inn að halda uppi látlausum skæru-
hernaði innan einnar og sömu starfsgreinar.
4. Þegar svona er í pottinn búið er augljóst, að pólitísk-
um spekúlöntum er innan handar að nota kjaradeilur og
verkföll til þess að gera löglegum ríkisstjórnum ókleyft að
stjórna landinu eða koma fram nauðsynlegum umbótum á
fjármálaástandi þjóðarinnar. Slíkt ástand jafngildir í raun
og veru uppreisn og er fullkomin misþyrming á öllum lýð-
ræðislegum hugtökum. Þetta voru þó ein sterkustu rökin
fyrir réttmæti núverandi stjórnarsamsteypu, að hún mundi
tryggja vinnufriðinn, vegna þess, að þeir flokkar, er áður
voru í stjórnarandstöðu, voru teknir í hana. Þar með er það
viðurkennt, að þessir flokkar hafi beitt verkföllum og
kjaradeilum gegn fyrrverandi stjóm. Trygging vinnufriðar-
ins hefur þó eigi tekizt betur en svo, að lengst af síðan þessi
stjórn komst til valda hefur þjóðin verið tröllriðin af vinnu-
deilum og verkföllum. Fyrrverandi stjórnarandstaða hefur
því látlaust mátt glíma við sinn eigin draug og ætti því að
vera reynslunni ríkari. Að sjálfsögðu hefur núverandi ríkis-
stjórn með réttu eða röngu kennt stjórnarandstöðunni um
þetta ástand. Af þessu verður aðeins dregin sú ályktun, að
landinu verði ekki stjórnað nema vinnulöggjöfinni sé breytt
í meginatriðum og hinn „heilagi" verkfallsréttur sé fyrst
og fremst skertur.
Um „hans heilagleika", verkfallsréttinn, mætti margt
segja, en hér verður að nægja að benda á, að hann hefur
aldrei verið almenningseign heldur aðeins sérréttindi, sem
vissir starfshópar hafa tileinkað sér, upphaflega af illri nauð-