Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Síða 51
115
komið eru allar kjaradeilur beint eða óbeint háðar gegn
ríkinu og verða ekki jafnaðar nema með íhlutun ríkis-
valdsins.
Slíka allsherjarflokkun mætti gera á líkum forsendum og
flokkun opinberra starfsmanna í launaflokka, og er þá
margt, er taka verður til greina, svo sem, hve erfitt og vanda-
samt starfið er, hve mikillar sérhæfni og undirbúnings það
krefst, hve langur starfsaldurinn er, hve tryggt það er, hvaða
hlunnindi fylgja því og margt fleira. Slíkt allsherjarmat og
flokkun starfanna í þjóðfélaginu gæti komið í veg fyrir
ýmiss konar handahóf og spillingu í þessum efnum. Svo
sem yfirboð atvinnufyrirtækja og stofnana, er oft hafa orð-
ið undirrót að óeðlilegum launahækkunum, er dregið hafa
mikinn dilk á eftir sér. Þetta gæti dregið úr margháttaðri
spákaupmennsku á vinnumarkaðinum, svo sem feluleik með
tekjur, sjálftekt í töxtum, svo sem virðist geta átt sér stað
hjá sumum stéttum, en gæti jafnframt orðið undirstaða
undir mikilsverðum þjóðfélagslegum umbótum, svo sem
vinnutryggingum og almennum eftirlaunum. Allsherjar
launalög mundu auka öryggi og festu í þjóðfélaginu og
taka fyrir þær endalausu lagfæringar og samræmingar, sem
það er nú látið heita þegar verið er að hrinda af stað kjara-
deilum eða þegar búið er að raska jafnvæginu milli laun-
þeganna. Að sjálfögðu gætu alltaf komið til álita breytingar
á slíkum allsherjarreglum, hækkanir á launaflokkum eða
flutningur milli flokka, eftir því sem rök, reynsla og ástæð-
ur sýndu eðlilegt, en þó aðeins þannig, að fullt tillit yrði
tekið til annarra launþega.
Margt fleira í núverandi vinnulöggjöf þarf að endurskoð-
ast gaumgæfilega, svo sem margháttuð hlunnindi og íviln-
anir, sem búið er að læða inn í kjarasamninga, sem dulbún-
um kauphækkunum, er gera viðskiptin milli vinnuveitenda
og launþega alltof flókin og skriffinnskuleg, eru af launþeg-
um vanmetin og eru því betur komin sem bein laun. Þá
8*