Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Page 54
118
Hæfilegt mun vera að jafnaði að láta um 5 kg af hreinu
köfnunarefni að hverjum 1000 plöntum. Af þeim tegund-
um, sem nú eru á boðstólum ættu því 25 kg af kalkammon-
saltpétri, sem í er 20,5% köfnunarefni, eða 15 kg af 33,5%
ammoniumsaltpétri, að endast á hverjar 1000 plöntur. Af
þeim áburðartegundum, sem hér eru venjulega til sölu, má
búa til góða blöndu úr 25 kg af kalkammonsalpétri, 11 kg
af þrífosfad og 8 kg af 60% kalíáburði. Og af þessari
blöndu er hæfilegt að láta um 40—50 gr að hverri plöntu.
Þessum áburði er dreift í kringum plönturnar að lokinni
gróðursetningu. Ágætt er að bera á í dumbungsveðri eða
úrkomu.
Loks má geta þess, að tilbúinn áburð er ágætt að leysa
upp í vatni og vökva með því. Þá kemur áburðurinn fljótt
að notum. Varast skyldu menn að hella áburðarvatni á blöð
eða barr.
-----o-----
Hér munu allir heilskyggnir menn sjá það svart á hvítu,
að tilefni til greinar Árna Eylands hefur verið furðu lítið,
því að auk þeirrar leiðbeiningar, sem að ofan getur má
benda á marga aðra pistla, bæði í riti Skógræktarfélagsins
og annars staðar, sem víkja að þessu sama efni.
Nú skyldu menn ætla að fyrrv. formaður Skógræktarfélags
íslands, Á. E., hefði kynnt sér hvað í ritum félagsins stóð,
og ætla mætti að Ó. J., sem rekið hefur trjáræktarstöð í 25
ár, vissi líka eitthvað um það, sem skrifað hefur verið, en
því virðist ekki að heilsa. En hefðu þessir menn haft nokkra
hugmynd um fyrrnefnda grein, mundi höf. varla hafa hlaup-
ið á sig, og enn síður hefði Ó. J. endurprentað hana, því
að nær hefði verið að taka upp ofanritaðar leiðbeiningar.
Við skógræktarmenn tökum viljann fyrir verkið.
Hákon Bjarnason.