Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 55
119 ATHUGASEMD VIÐ NÁTTTRÖLL. Framanritað greinarkorn sendi skógræktarstjóri Sigurði O. Björnssyni til birtingar í Ársritinu og skilst mér, að það eigi að vera athugasemd við greinina: „Eins og þér sáið og berið á munið þér uþpskera“, eftir Árna G. Eylands, í 53. árg., 2.-3. h. Ég vil alls ekki skorast undan því að birta þessa framleiðslu skógræktarstjórans, svo lesendur Ársritsins geti kynnzt munnsöfnuði hans og viðhorfum til þessara mála, en það er óhætt að segja, að í þessari stuttu athuga- semd gæti nokkurs yfirlætis, lítillar prúðmennsku en veru- legrar vanstillingar. Hvað hefur svo skógræktarstjórinn fram að færa varðandi ábuðarnotkun við skógrækt? Jú, eina blaðsíðu úr átta ára gömlu riti með næsta ófullkomnum og að sumu leyti hæpn- um ábendingum um áburðarnotkun við útplöntun trjáa og skulu þær nú athugaðar nokkru nánar: Bezt telur skógræktarstjórinn að nota búfjáráburð og blanda einum þriðjung af áburði er tollir á rekublaði, sam- an við moldina í hverja holu. F.kki er minnzt á hvaða bú- fjáráburður sé hagkvæmastur. Ég rengi alls ekki skógræktar- stjórann um það, að búfjáráburður sé ágætur fyrir trjágróð- ur, og er um það fengin löng reynsla í skrúðgörðum, en hér er um skógrækt í stórum stíl að ræða, en ekki skrúðgarða með örfáum trjám. Uggir mig að seinlegt mundi reynast að blanda búfjáráburði í hverja holu þá plantað er, og áburðarskammturinn, er til er tekinn, mundi hrökkva skammt, en grein Árna fjallar ekki sérstaklega um áburðar- notkun við útplöntun, heldur þörfina á því að rannsaka og leiðbeina um áburðarnotkun við skógrækt til langs tíma. Næst bezt virðist skógræktarstjórinn telja að nota fiski- mjöl. Ekki er ljóst á hverju hann byggir þá skoðun, en fiski- mjölinu má áreiðanlega sleppa. í öllum ræktunartilraunum hefur það reynzt lélegur áburður og auk þess allt of dýrt.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.