Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 55
119 ATHUGASEMD VIÐ NÁTTTRÖLL. Framanritað greinarkorn sendi skógræktarstjóri Sigurði O. Björnssyni til birtingar í Ársritinu og skilst mér, að það eigi að vera athugasemd við greinina: „Eins og þér sáið og berið á munið þér uþpskera“, eftir Árna G. Eylands, í 53. árg., 2.-3. h. Ég vil alls ekki skorast undan því að birta þessa framleiðslu skógræktarstjórans, svo lesendur Ársritsins geti kynnzt munnsöfnuði hans og viðhorfum til þessara mála, en það er óhætt að segja, að í þessari stuttu athuga- semd gæti nokkurs yfirlætis, lítillar prúðmennsku en veru- legrar vanstillingar. Hvað hefur svo skógræktarstjórinn fram að færa varðandi ábuðarnotkun við skógrækt? Jú, eina blaðsíðu úr átta ára gömlu riti með næsta ófullkomnum og að sumu leyti hæpn- um ábendingum um áburðarnotkun við útplöntun trjáa og skulu þær nú athugaðar nokkru nánar: Bezt telur skógræktarstjórinn að nota búfjáráburð og blanda einum þriðjung af áburði er tollir á rekublaði, sam- an við moldina í hverja holu. F.kki er minnzt á hvaða bú- fjáráburður sé hagkvæmastur. Ég rengi alls ekki skógræktar- stjórann um það, að búfjáráburður sé ágætur fyrir trjágróð- ur, og er um það fengin löng reynsla í skrúðgörðum, en hér er um skógrækt í stórum stíl að ræða, en ekki skrúðgarða með örfáum trjám. Uggir mig að seinlegt mundi reynast að blanda búfjáráburði í hverja holu þá plantað er, og áburðarskammturinn, er til er tekinn, mundi hrökkva skammt, en grein Árna fjallar ekki sérstaklega um áburðar- notkun við útplöntun, heldur þörfina á því að rannsaka og leiðbeina um áburðarnotkun við skógrækt til langs tíma. Næst bezt virðist skógræktarstjórinn telja að nota fiski- mjöl. Ekki er ljóst á hverju hann byggir þá skoðun, en fiski- mjölinu má áreiðanlega sleppa. í öllum ræktunartilraunum hefur það reynzt lélegur áburður og auk þess allt of dýrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.