Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 56
120 Þá kemur að notkun tilbúna áburðarins, er skógræktar- stjórinn virðist telja lakasta úrræðið, og eitthvað virð- ist nú þekking hans á áburðarþörfinni á reiki, því fyrst tel- ur hann, að einkum muni skorta köfnunarefni, en ráðlegg- ur þó að lokum að nota alhliða áburðarblöndu og allt er þetta miðað við gróðursetningu, lítið vikið að áframhald- andi árlegri áburðargjöf. Að lokum minnist skógræktarstjóri á vökvun með áburð- arupplausn, en svo ónákvæm er sú forskrift, að ekkert er á það minnzt, hve sterk upplausnin megi vera, eða hve mikið og oft skuli vökva. Hver sá, er athugar grein Arna G. Eylands, hlýtur að sjá, að innlegg skógræktarstjórans er alveg út í hött. Árni bendir fyrst og fremst á nauðsyn þess að gerðar séu í skógrækt reglu- legar samanburðartilraunir með áburðarnotkun, til þess meðal annars að finna hvað eigi að bera á við mismunandi skilyrði og í mismunandi jarðvegi, hve mikið svari kostnaði að bera á, hvernig hagkvæmast sé að nota áburðinn, hvað henti bezt hverri trjátegund o. s. frv., og þessar tilraunir séu gerðar að sjálfsögðu á mörgum stöðum og til margra ára. Eigi er mér kunnugt um að neinar slíkar tilraunir hafi verið gerðar hér á vegum skógræktarinnar eða ekki hef ég séð þeirra getið í ársriti Skógræktarfélagsins, en nú hefur skógræktin ráðið starfsmann, sem er titlaður tilraunastjóri og er þvf líklegt, að hún hugsi sér til hreyfis í þessum efnum og er það vel farið. Annars er það undarlegt, fyrst skógræktarstjórinn er svona klár á áburðarþörf íslenzkrar skógræktar, eins og hann nú lætur, þá skuli áburðarnotkunar ekki gæta meira í skógrækt- inni en raun ber vitni um, og að hann skuli eigi hafa neitt nýrra eða betra í að vitna um framtak sitt í þessum efnum, en eina blaðsíðu, með mjög ófullkomnum leiðbeiningum, í átta ára gamalli grein. Það er vissulega nokkuð álitamál, hver hafi dagað uppi. Ólafur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.