Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 11
með vissu hvernig fræsetningu þeirra er háttað, en ætla
þó, að hún sé engum sérstökum vandkvæðum bundin, að
minnsta kosti ekki hvað flækjutegundirnar varðar, en þetta
eins og margt annað, sem belgjurtum viðkemur, er ekkert
rannsakað.
LOKAORÐ
Þessari grein er hvorki ætlað að veita almenna fræðslu um
belgjurtir né nýtingu þeirra hér. Tilgangur hennar er
miklu fremur að vekja athygli á því hve ófróðir við erum
um þetta efni, hve mikið og margþætt viðfangsefni hér er
um að ræða og hvers má, ef til vill, af því vænta ef skipu-
lega og markvist væri að unnið. Tilraunastarf okkar hefur
langsamlega mest snúist um áburð, og í seinni tíð mest um
dlbúinn áburð. Að sumu leyti er þetta skiljanlegt. Notkun
tilbúins áburðar er tiltölulega ný hér á landi, og mikil
gróska hefur verið í framleiðslu áburðartegunda svo stöð-
ugt hafa nýjar tegundir verið að berast á markaðinn. Þó get
ég ekki neitað því, að mér finnst sumt af þessum tilraunum
óþarfar endurtekningar og lítið sniðnar við aðkallandi þarf-
ir, en um slíkt má ávallt deila. Hitt er víst, að nauðsyn er að
reyna sem flestar tegundir ræktunarjurta og afbrigði af
þeim, sem líklegt er að komið geti að notum í fóðurrækt
okkar, og þar hljóta belgjurtirnar að koma í fyrstu röð
vegna áburðarsparnaðar, jarðvegsbóta og fóðurgildis.
13