Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 96
fyrir P og K. Er því ljóst að áburður nýtist ekki eins vel í
kalárum, þ. e. fyrir hvern áburðarskammt fæst minni upp-
skera. Athyglisvert er að uppskeran í árum eftir kalár er
sízt lakari en önnur ár og virðist hér koma fram; sú stað-
reynd, að túnin nái sér á næsta ári ef sæmilega viðrar.
Hér hafa verið rædd bein áhrif kals á uppskeruna, en
fróðlegt væri einnig að sjá hvort kal hefði einhver óbein
áhrif á uppskeruna, þ. e. hvort einhver munur væri á efna-
magni uppskerunnar kalár og önnur ár. Áhrif kals á efna-
magn heys geta bæði verið þau að vissar tegundir hverfa og
aðrar með önnur efnahlutföll koma í þeirra stað, en einnig
má hugsa sér að spretta og sláttur verði seinni í kalárum og
að sláttutíminn ráði þannig efnamagninu. Tilraunaheyið
hefur verið efnagreint frá árinu 1954 og til 1970 eða 17 ár
og eru þar þrjú lítil og þrjú mikil kalár. Allt tímabilið hef-
ur einungis verið greint prótein í tilraun 5—45, P í tilraun
2—50 og K í tilraun 3—50. Flokkun eftir kalárum gaf eftir-
farandi efnamagn í fyrri slætti í % af þurrefni:
Kallaus ár Lítil kalár Mikil kalár
Nr. 5—45 — Prótein
a. Ekkert N 13,3 13,4 12,5
b. 82 N i kjarna 12,4 12,1 14,5
c. 82 N í stækju 13,7 14,5 16,3
d. 82 N í kalksaltpétri 11,4 11,9 12,8
Nr. 2—50 — Fosfór
a. Ekkert P 0,17 0,14 0,13
d. 39 P 0,32 0,31 0,31
Nr. 3—50 — Kalíum
a. Ekkert K 1,10 1,00 0,86
d. 100 K 2,19 2,24 2,07
Niðurstaðan virðist helzt vera sú, að prótein sé hærra og
fosfór og kalíum lægra í heyi í kalárum.
Meðalfrávikið er tölugildi, sem lýsir hve mikil sveifla eða
breytileiki, sem ekki stafar af þekktum orsökum eins og
98