Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 113
eru nú í gangi tilraunir víðsvegar hér á Norðurlandi með
kalk og kalkáburð, á túnum með mismunandi kalkmagn og
sýrustig, og gefa þær niðurstöður, sem þegar eru fyrir
hendi, von um að nota megi kalkmagn í jarðvegi sem mæli-
kvarða á kalkþörf. Væntanlega verða þessar niðurstöður
birtar innan tíðar og gefnar fastari ábendingar um þetta
atriði.
Úr Austur-Húnavatnssýslu voru sýni aðallega tekin úr
Sveinsstaðahreppi og af Skaga, en í Vestur-Húnavatnssýslu
voru sýnin tekin víðsvegar úr sýslunni, en þó einkum úr
Staðarhreppi.
I töffu 4 eru sýnd meðaltöf á efnamagni í þessum jarð-
vegssýnum frá haustinu 1971 fyrir hvert búnaðarsamband.
Það sem einna athyglisverðast er við þessar tölur er hið iága
kalímagn í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Við gerð
áburðaráætlana fyrir bændur er gert ráð fyrir að kalímagn
jarðvegs nái tölunni 1,3—1,5 ef vel á að vera. Má því ljóst
vera, að þar sem meðaltalið er ekki hærra en 1,05 hiýtur
bróðurparturinn af túnunum að vera með kaiímagn lægra
en 1,3 og því greinilegt að hér þarf að auka kafíáburðar-
notkunina næstu árin, en að sjálfsögðu þó aðeins á þeim
túnspildum þar sem kalímagn er iágt. í Skagafirði og Húna-
Tafla 4. Niðurstöður jarðvegsefnagreininga 1971 —1972.
Meðaltöl.
Búnaðarsambaml Sýrustig PH ' Fos- fór1 Kalí2 Kalk- magn2 Magn- íum- magn2
V.-Hún 5,73 9,25 1,18 13,70 2,18
A.-Hún 5,79 12,50 1,47 15,63 2,53
Skagfirðinga .... 5,83 9,83 1,35 19,75 3,56
Eyfirðinga 5,86 9,15 1,04 19,80 3,34
S.-Þingeyinga .. . 5,79 11,09 1,05 13,61 2,05
1 mg P/100 g jörð. 2 meq/100 g jörð.
115