Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 86
Ljóst er að kalskemmdir hafa verið víðtækastar á Akur-
eyri árin 1952 og 1970, en einnig nokkurar 1962 og 1966.
\fest er kal í dreifðum tilraunum árin 1968 og 1969 og tvö
ár, 1965 og 1969, eru kalskemmdir í dreifðum tilraunum
en ekki á Akureyri. Þessar tölur eru mjög í samræmi við
kannanir á útbreiðslu kalskemmda þessi ár (Bjarni Guð-
leifsson 1971) en þar kom t. d. einnig fram að kalskemmdir
voru hvað mestar á Norðurlandi árið 1968 en þá slapp Ak-
ureyrarsvæðið nær alveg við kal.
b. Ahrif meðferðar tilraunareita og legu lands á kal.
Með þeim gögnum, sem fyrirfundust í tilraunabókum Til-
raunastöðvarinnar, um kal á tilraunareitum, var reynt að
finna hvort nokkurt samhengi væri milli meðferðar reit-
anna og kalsins. Var með þetta fyrir augum farið yfir allar
skráningar kalskemmda og athugað hvort ein aðferð hefði
annarri fremur valdið kali. Var ekki hægt að sjá að svo hefði
verið. Ekki var heldur hægt að sjá að aðrir skráðir þættir,
svo sem sláttutími eða uppskera ársins á undan hefðu nein
áhrif á kalið. Svo sem áður er getið var flest ár einungis
skráð hvort reit hefði kalið eða ekki, en 1962 og 1970 var
matið það nákvæmt að það gaf einnig til kynna hvort reiti
hefði kalið mismikið. Er því aðallega stuðzt við heimildir
frá þessum tveimur árum, Er það þá ekki hvað sízt kalið frá
árinu 1970, sem enn er í fersku minni, sem hægt er að byggja
á. Veturinn 1969—1970 er einhver sá versti, er komið hefur
hér á Norðurlandi um árabil. Hann lagðist að með allmikl-
um snjó fyrst í nóvember, hlánaði ögn í desember og aftur
í janúar, nóg til þess að á túnum hér við Akureyri tók upp
snjó af hæðum, en snjór í lægðum varð að svelli og hjarni
er aftur frysti. í febrúar og marz voru síðan sífelldir kuldar
og snjókoma, og vorið, bæði apríl og maí, var kalt. I lægð-
unum lá því svell og klaki í 5—6 mánuði og undan þessari
klakabrynju kom jörð kalin.
í fjórum tilraunum 1970, sem lágu saman og sem að hluta
til voru á landi þar sem til lægðar dró, var gert nákvæmara
kalmat en í öðrum tilraunum og einnig var gerð hæðar-