Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 36
'
Þótt mælingar hafi ekki verið nógu margar til að raunhæfni
hafi fengist á töluna (-^0.872), þá má hafa stuðning af
fylgnistaðlinum fyrir tímabilið eftir burð (r=-%).748**)
og í sömu átt bendir niðurstaðan hjá kú 32, öfugt við hinar,
sem nóg kalí fengu.
Þetta gæti einmitt bent til þess að kýrin gangi á fátæk-
legan K+ forða sinn í frumum líkamans í skiptum fyrir Na+ >
og H+ (Thompson, 1972) sem er mjög óheillavænleg þró-
un. Hin jákvæða fylgni milli K og Na (r—0.657**), sem
virðist einkum eiga sér stað fyrir átmissinn, er í hæzta máta
óvenjuleg (Patjuay et. al., 1969), gæti stutt þessa tilgátu. A
9. degi eftir burð er svo komið, að eina úrræði líkamans til
að spyrna við frekari K+ tapi er að minnka átið og síðar að
hætta að framleiða mjólk, sem tekur með sér u. þ. b. 1,5 g
K fyrir hvern lítra. Um leið og nytin fer að lækka fer kalíið
heldur upp á við í þvaginu aftur. Á 15. degi er byrjað að
gefa kúnni kalísalt og því haldið áfram í vikutíma (sjá efst á
mynd 1) og fær hún alls um 400 g af hreinu K. Auk þess, sem
kalí er mjög hreyfanlegt efni í líkamanum, hefur mjög há og
raunhæf fylgni fundist (Paquay et. al., 1969) milli etins K
og K í þvagi kúa (r=0.903) og meltanlegs K og K í þvagi t
mjólkandi kúa (r=0.972). Kýr nr. 32 fékk einnig kalí á sam-
svarandi tímamótum. Ástæður fyrir því að kalímagnið eykst
lítið sem ekkert, gætu að öllum líkindum verið þessar:
Vegna kalísveltis tekur smáverugróður í vambarvökvanum
til sín mikið af því kalí, sem berst að, til að auka vöxt sinn
og minnkar þannig K upptakan. Þetta kemur heim og sam-
an við Roberts og St. Omer (1965), sem fundu vaxandi starf-
serni smáverugróðurs í vambarvökva með vaxandi K%
í fóðrinu, og fundist hefur vaxandi kalímagn, en minnk-
andi Na magn í vömb sauðfjár (Telle et. al., 1959), og auk-
inn K og Na-styrkur í vömb með auknu kalífóðri (Dev-
lin et. al. 1969). Það kalímagn, sem tekið var upp, fór
e. t. v. að nokkru í að koma á eðlilegu jafnvægi í frumum
líkamans, þ. e. að hafa sætaskipti við Na+ og H+ á ný.
Hækkun Na styrks og lækkun sýrustigsins á 18—20 degi
eftir burð (nr. 11) gæti verið skýring á þessu.
38