Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 40
Tafla 11. Áætluð kalíþörf í heyi handa mjólkurkúm samkv.
innlendum og erlendum niðurstöðum, ásamt kjörmagni
kalís í heyi miðað við, að kjarnfóðrið innihaldi 0,5% kalí
í þurrefni.
Nyt í kg/dag Átmagn í kg þurre. á dag Kalíþörf samkv. í heyi (% a£ þurrc.) niðurst. heimilda Kjör-%K í þurre. heys samkv R.N.
Hey Kjarnf. R.N.1 I.M.C.2 N.R.C.i
0 9 2 0,9 0,8 0,8 1,0-1,2
10 10 2 1,1 0,9 0,8 1,2-1,3
20 10 6 1,3 1,2 0,8 1,4-1,6
30 10 10 1,5 1,5 0,9 1,7-1,9
1 R.N. = rannsóknir á vegum R. N. 1971—72.
2 I.M.C. = International Minerals & Chemical Corporation, 1972.
3 N.R.C. = National Research Council, USA, 1971.
hefði verið of mikil ágizkun að útbúa töflu sem þessa. En
það er gert hér vegna þess að þær hugmyndir um kalíþörf-
ina, sem athugunin leiddi í ljós, kom einmitt mjög vel heim
og saman við erlendar heimildir um sama efni.
Vegna þess hve heyfóðrið er snar þáttur í fóðrun hér á
landi og engar líkur til að sá þáttur fari minnkandi — e. t. v.
þvert á móti, — má telja það höfuðnauðsyn að fylgjast vel
mjeð efnamagni þess og eiginleikum. Hér hefur aðeins ver-
ið drepið á einn þátt þess og væri vel ef hægt yrði að gera
honum betri skil. Þær spurningar, sem athugunin skilur
eftir sig, hafa svo sannarlega ýtt undir það. T. d. mætti
spyrja næst um hvað skeði ef orkuþörf væri uppfyllt á hverj-
um tíma og sömuleiðis væri nauðsyn að geta mælt daglegt
þvagrúmmál hverrar kýr, kalí og natrium o. fl. efni í blóði
ásamt blóðsökki (hematocrit), en fundist hefur munur á því
eftir K magni féiðursins (Pradhan og Hemken, 1968) og svo
mætti lengi telja. Eftir því sem næst verður komizt sam-
kvæmt heyefnagTeiningum á svæði R. N. er hæpið að ætla
að K-skortur sé mjög algengur, en að þessu geta verið ára-
skipti. Auk þeirra skortseinkenna fyrir K, sem lýst var í kafl-
42