Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 7
uð sérhæfðan jarðveg. Það hygg ég, að fræöflun af um-
feðmingi sé tiltöiulega auðveld. Væri vissulega þarflegt, að
rannsaka ræktunarhæfni umfeðmingsins vandlega, ekki
síst með ræktun á sendnum jarðvegi í huga.
Náskyld umfeðmingnum er giljaflækjan (Vicia sepium).
Útbreiðsla hennar er minni en umfeðmings, en það þarf
ekki að rýra ræktunarhæfni hennar. Ekki er mér kunnugt
um að nein tilraun hafi verið gerð með hana í ræktun.
Sama má segja um aðrar þær belgjurtir, sem hér vaxa,
svo sem gullkoll (Anthyllis) og ertutegundirnar (Lathyrus).
Útbreiðsla þeirra er lítil og ræktunarhæfni þeirra ókönnuð.
Þetta þarf að kanna: Vaxtarmáta þeirra, jarðvegskröfur,
fræsetningu, dreifingarhæfni, bakteríulíf, og hæfni til að
samlagast öðrum gróðri. Þetta stutta og ófullkomna yfir-
lit sýnir, að þótt íslenzkt gróðurríki sé ekki auðugt af
belgjurtum eru þar ekki svo lítil verkefni, frá ræktunar-
iegu sjónarmiði séð, sem bíða úrlausnar.
INNFLUTNINGUR BELGJURTA
Þótt margt bíði úrlausnar í sambandi við innlendar belg-
jurtir, býður þó innfluningur nýrra tegunda og afbrigða
upp á stórum víðara verksvið, því þótt þær tilraunir með
belgjurtir, er við hingað til höfum gert, hafi nær eingöngu
verið á þessum vettvangi, er það aðeins óveruleg byrjun
og hefur mest snúist um samanburð á mismunandi smára-
tegundum. Hafa þær tilraunir borið nokkurn árangur. Þann-
ig hafa þær leitt í ljós, að dönsku hvítsmáraafbrigðin
„Morsö“ og „Strygnö" gefast hér allvel og af rauðsmára-
stofnum hefur norski „Molstað“-stofninn og sænski stofn-
inn „Bjurseli“ reynst álitlegastir. Auðvitað er um þrotlaust
starf að ræða á þessum vettvangi, því nýir stofnar og af-
brigði, sem þörf er að reyna, koma sífellt fram á sjónarsviðið.
I grænfóðurrækt hafa mismunandi stofnar af einærum
belgjurtum, einkum flækjum (Vicia) og ertum (Pisum), ver-
ið reyndar nokkuð og oft með dágóðum árangri. Má í því
9